Skinfaxi - 01.11.1939, Side 38
118
SKINFAXI
þar á skólabekk, a'ð þeir telja sig hafa sótl þangað
íniklu meira en ætla niætti eftir námstímanum.
Eins og áður er getið, hafa þeir Símun og Rasmus
rekið skóla sinn sem einkaskóla, og Jjorið sjálfir alla
ljárhagsáhyrgð á honum. Hefir hagurinn, eins og ætla
má, alltaf verið mjög þröngur og vinnulaunin næsta
íakmörkuð. Öll árin nema eitt hefir lögþing Færeyja
veitt skólanum styrk, frá
300 kr. fvrstu árin, upp i
3000 krónur á ári nú
undanfarið. Framan af
veilti rikissjóður Dana
skólanum þrefalda upp-
hæð við styrk lögþings-
ins. En síðan 1918 hefir
skólinn notið viðurkenn-
ingar og styrks sam-
kvæmt lýðháskólalögum
Dana. Stundum liafa ein-
stakir áhugamenn ldaup-
ið undir bagga skólans,
t. d. þegar liann fluttist
til Þórshafnar 1909. Þá
hefir „Föroya Fólkahá-
skúlafelag“uniiið að þrif-
um hans á ýmsan liátt. Greiðsla nemenda liefir undan-
farið verið að jafnaði 75 kr. á mánuði, fyrir fæði, hús-
næði og kennslu. Svo þröngur hefir fjárhagurinn verið,
að síðari ár hefir R. R. oftast lítið eða ekkert tekið fyrir
kennslu sína í skólanum, eu framfleytt hemili sínu
með störfum utan skólans. S. av S. hefir aftur litt get-
að sinnt launuðum störfum utan skólans, enda hefir
heilsa hans naumast leyft erfiði umfram kennsluna,
um langl skeið.
„Háskúlame'nnirnir“ hafa báðir látið margt til sin
taka í menningar- og félagslífi Færeyja. Báðir sátu þeir