Skinfaxi - 01.11.1939, Qupperneq 45
SKINFAXI
125
Þeim lægsta hlut jeg loti'ð ekki gat,
að lifa fyrir aðeins von um mat.
Iiinn unga mann um auðlegð heims ei varðar,
ef aðalsmerkið fallið er til jarðar.
— Mun hverjum þyngst að dylja sína sorg.
Mín sár eg aldrei borið hef á torg.
En marga stund mig brenndi tregans tundur,
sem taugar mínar væru að bresta sundur.
Menn voru oft að ráðgast um mitt ráð.
Þeir rægðu mig við sína gæfu og náð.
Það læddist út frá lygurum og nöðrum:
cg lygi jafnt að sjálfum mér sem öðrum.
Eg stóran draum um akra og auðlegð bar,
en örbirgð sérhvern hlut við neglur skar.
Eg hóf mig upp með hrokafullri tjáning,
en huldi allt mitt stærsta, sem var bjáning.
Og satt er bað: F.g hefi liatað bá,
sem hróður sinn af öðrum mönnum flá,
en kaupa fylgi, hvar sem hundar flaðra,
en hylja sína skömm í níði um aðra.
í falskri mvnt er réttur riks og snauðs.
Því réðst eg oft á múrvegg drambs og auðs.
En mér var kær hver maður, sem var góður,
því manngildið er lífsins æðsti sjóður.
Hin lieilbrigða og göfuga lífsskoðun skáldsins sjálfs
er hér einnig fagurlega skráð. Manngildinu skipar hann
í öndvegi, hreinni lund og heilli; það fólk, „seni tignar
trúmennskuna í verki“, er honum að skapi; það kveikir
þau bál, sem hjarma varpa inn á lönd framtíðarinnar.
Hreinum dráttum dregin og oft beinlínis snilldarlega
er ]nú mvnd sú, sem Jón bregður upp í kvæðaflokki
þessum af hinum íslenzka einyrkja uppi við lieiðarræt-
urnar. íslenzk sveitamenning hirtist þar i skuggsjá heil-
skyggns skálds, sem lætur eigi pólitískan áróður leggja
sér hulu á augu.
Öll kvæðin í flokknum eru vel kveðin, málið fagurt,