Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 51

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 51
SKINFAXI 131 Æfin líður. Æskudagur áður en varir mörgum hvefur. Glóð úr augum, táp úr taugum, tímans draugur ýmsum sverfur. Öðrum þróttug æska bendir ofar — framans Bifröst skundar snjöll til sóknar, vösk til varnar, vökul fram til hinztu stundar. Lifðu heill urn langa æfi, lýstu oss um dulda framtíð, hvíti Ass frá Hjarðarholti, hreinn og klár í fortíð, samtíð. Lífs vors duldra rúna ráðning, rúms og tím|a lausn þín bíður; ekkert kvöld og enginn morgunn, aðeins dagur himinvíður. Þú varst mér á myrkum stundum mikla hugsjón: ljósið dýra, köldum: lífsins arineldur, eignarýrum: gullið skíra, þyrstum: lind með lífsins vatni, leiðum: dyr að birtu í geði, gömlum: viðhald æskuára, ungum: Paradísargleði. Ekkert kvöld og enginn morgunn, ungi lýður, stakk þér sníður. Um þinn hciða himinboga hvelfist dagur, bjartur, víður. — — — Svo ég verði ávallt ungur undir þínum merkjum dvel ég. Mína sál við endi ára, æska, í þínar hendur fel ég. Unnarsteinn: íslenzk æska. Það er íslenzkur álagavetur, allt er einokun, harðæri, pest. Hvað er örlagaríkast, veit enginn — allt er órofin heljarlest. 9*

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.