Skinfaxi - 01.11.1939, Page 60
140
SKINFAXI
banasótt. Aldrei lét hann bíöa andartak eftir sér, ef hans var
vitjað og hann var ekki að sinna læknisstarfi, hvernig sem
á stóð annars. — Heimili hans var hin mesta fyrirmynd, um
menningarbrag, hýbýlaprýði og rausn, og á frú Aðalbjörg
smn mikla þátt í þvi. Þau hjón voru mjög samhend og fullt
jafnræði með þeini um mannkosti og menningu. Heimili
þeirra á ungmennafélagsskapurinn meira að þakka en orðum
og tölum verði talið.
Ingimundur Ólafsson :
Skipulagning á störfum Umf.
Flutt á héraðsþingi Skarphéðins 1939.
Það er hátiur góðra félaga, er þeir hittast, að ræða um
dægurmál, skemmtanir, einkamál o. a. þ. h., en það ber
sjaldnar við að rætt sé um framtíðina. Það, sem hún kunni
að eiga í fórum sinum handa okkur, — og um þá möguleika,
seni líklegir séu til að skapa tækifæri handa okkur.
Það, sem e. t. v. einkennir þing þetta sérstaklega, er að
allar okkar ræður og störf beinast til framtíðarinnar. Þetta
einkenni á samt ekki að vera, nema eins og hver önnur eðli-
lcg afleiðing af orsök, er við athugum i þvi sambandi það
aldursstig, sem við erum flestir á, — einmitt flestir æskumenn,
— og þeir, sem aldraðir kunna að vera, kjósa fremur að starfa
með bjartsýnni og starfsfúsri æsku, sem lítur á möguleika
framtíðarinnar sem sína eign, — heldur en með þeim, sem
líta á framtíðina, sem fyrirfram ákveðna fyrir livern ein-
stakling, og því þýði ekki að ræða um möguleika þessa
dulda, ókomna tíma, sem við köllum framtíð.
Vér erum komnir hingað til þess, að ræða um framtíð
Umf., og um leið framtíð félagslegrar þátttöku okkar í þeim
félögum, sem við erum virkir þátttakendur í. Það kann að
visu að þykja nokkuð fullsagt að segja: um framtíð ungmenna-
félagsskaparins. En við skuluin athuga nánar: Hver mistök,
sem eru á innbyrðis starfsemi félaganna, eru til að rýra þau
félagslegu og uppeldislegu áhrif, sem félagsskapurinn á að
hafa á félagsmenn sina, — og þar með að veikja máttarstoðir
og framtíð félagsskaparins i lieild. Það er þvi sjálfsögð skylda