Skinfaxi - 01.11.1939, Side 62
142
SKINFAXI
hafi kalt í garð félagsskapar okkar, þegar formaður bað um
lánað hús til fundarhalds. Og í ofanálag hefir gætt ósanngirni
í leigu, þótt ekki hafi verið nema um stutta stund að ræða.
Eg skal geta um eitt dæmi af mörgum. Ungt og húsnæðislaust
íélag fékk lánað loft í nýju húsi til fundarhalds, og hóndinn,
.sem annars var sérstaklega drenglyndur maður, sá sér ekki
annað fært,» en að taka bara 25 krónur fyrir fundinn, sem
inun þó ekki hafa staðið lengur yfir en venjulegan fundar-
tima, 4—5 klukkustundir.
Þegar ungmennafélag ræðst í húsbyggingu, verður það að
gera ráð fyrir ærnum kostnaði. Byggingarefni og vinna er
bvorttveggja dýrt. Auk þess verða félögin að skipuleggja hús
sín þannig, að þau geti lánað þau til fundarhalda og skemmt-
ana, til þess að trvggja sér nokkrar tekjur af húsum sínum.
Oefað er neyðarrúrræði hjá félögunum, að reisa von sína á
þessum tekjuliðum, en samt geta þau ekki gengið fram hjá
þeim. — Eitt er, sem félögin trassa, og það sem þau verða
að endurbæta sem fyrst. Það er, að venjulega er ekki hugsað
um að hita upp húsin, —- svo að í raun og veru eru flest fé-
lagsleg störf á heimili félaganna útilokuð um aðal starfstím-
ann, vegna kulda.
Það er mjög algengt, að sjá á fundum félaganna skjálfandi
íólk, a. m. k. það, sem ekki leggur neitt til málanna, og ekki
er óalgengt, að þeir sem haldi umræðunum uppi, geri það til
að hita sér. Fyrsta skilyrðið til, að félögin þrifist, er að fund-
ir þeirra séu vel sóttir, og félagarnir fari ])aðan með hlýjar
endurminningar gagnvart félagsheildinni, og ríkari af hug-
sjónum. Meðal flestra félaga mun brenna við, að einstaka
menn haldi uppi umræðum á fundum. Verður slíkt þreytandi,
bæði fyrir þá sem tala, og eins hina, sem á hlýða. Nokkrir
formenn munu reiða sig á frjálst framtak fólks i þessum efn-
um, — en það er þýðingarlaust. Fólkið er feimið. Heldur að
það geri einhverja skömm af sér, ef það standi upp og fari
að tala i áheyrn fundarins.
Mér eru kunnar tvær leiðir, sem bót við þessu. Hafa þær
gefizt vel, þar, sem eg veit til. Fi/rra er: Á hverjum fundi,
venjul. í lok fundarins, skipar formaður svonefnda umræðu-
nefnd. Eiga sæti i henni 2—3 menn. Skulu þeir koma með
umræðuefni á næsta fund, og hafa framsögu. Formaður getur
valið umræðuefnið sjálfur handa umræðunefndinnj, og til-
kynnt fundarmönnum efnið strax, eða látið nefndarmennina
sjálfráða um valið. En, með nægum fyrirvara, fyrir næsta
i'und, verða þeir þá að láta formann vita umræðuefnið svo