Skinfaxi - 01.11.1939, Qupperneq 67
SKINFAXI
147
miður er of mikill sannleikur í þessum orðum. Nú er vitað,
:,ð frá siðferðilegu og félagslegu sjónarmiði er nauðsyn á,
að stúlkur séu starfandi í félögunum. Allt félagslíf verður
„mannaðra“, fágaðra, er piltar og stúlkur vinna saman.
1 þessu sambandi skal eg minna á athygliverð orð, sem
standa í 10 ára minningarhefti U. M. F. E. í Skinfaxa 1930, er
sagt er „að íélagið hafi haldið 5 námskeið í körfugerð og
hrosshársvinnu" — og þetta eru greinar, sem piltar og stúlk-
ur geta tekið jafnan þátt í.
Þá má og ekki gleyma bókbandinu, sem e. t. v. gæti verið
einn þáttur í kvöldvökustarfi.
Ekki iná heldur gleyma þeirri íþrótt, sem nú virðist, vera
að komast í tizku, að makleikum, n. 1. skiðaíþróttinni. í
fiestum sveitum hagar þannig til að vetrarlagi, að nægar skíða-
brekkur eru til, en fáir, og i sumum sveitum engir, sem
kunna að ganga eða renna sér á skíðum. Hér vil eg, að ung-
mennafélögin hafi forystuna, eins og þau hafa raunar haft
á ýmsum stöðum.
Hefjist stjórnir héraðssambandanna nú þegar handa, og
efni til skíðanámskeiða fvrir félagsmenn úr sambandinu, og
velji þar sem hæfasta kennara. Sendi hvert félag af sam-
bandssvæðinu einn fulltrúa, sem það styrki sérstaklega til
þátttöku í námskeiðinu, en að öðru leyti sé ungmennafélög-
um einum heimil þátttaka, enda borgi þeir sjálfir allan
kostnað, — nema þeir kjörnu. Svo borgi sambandssjóður
kaup kennarans og uppihald.
Að námskeiði loknu eru svo þeir, sem umf. hafa stvrkt,
skyldugir til að halda einskonar skíðanámskeið heima í sín-
um sveitum, á vegum félaga sinna, félögunum að kostnaðar-
lausu.
Þá raunum við koma að þeirri torfærunni, sem virðist
að muni verða erfiðust viðureignar. Um áhuga ungra manna
á skíðaíþróttinni þarf naumast að efast, — og sízt ef félögin
ættu sinn eigin kennara, hvert og eitt. En um getuna til þess
að ná í skíðin gegnir öðru máil. Nú, sem stendur, eru sæmi-
lcg skíði og stafir um 40—50 krónur. Er það að vísu nokkur
upphæð, ])ó ekki fáist nema lítið af áfengi eða tóbaki íyrir
sömu upphæð. Nú tel eg ekki efa á, ef námskeið kæmist á,
og svo aftur kennsla í liverri einstakri sveit, mundi verða um
allveruleg skíðakaup að ræða. Tel eg líklegt, ef mikið væri
lteypt af skíðum í einu, að þau fengjust mun ódýrari. Væri í
því sambandi ekki ósennilegt að félögin fælu stjórnum hér-
aðssambandanna að annast um kaup á skíðum fyrir félögin,
10*