Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1939, Qupperneq 67

Skinfaxi - 01.11.1939, Qupperneq 67
SKINFAXI 147 miður er of mikill sannleikur í þessum orðum. Nú er vitað, :,ð frá siðferðilegu og félagslegu sjónarmiði er nauðsyn á, að stúlkur séu starfandi í félögunum. Allt félagslíf verður „mannaðra“, fágaðra, er piltar og stúlkur vinna saman. 1 þessu sambandi skal eg minna á athygliverð orð, sem standa í 10 ára minningarhefti U. M. F. E. í Skinfaxa 1930, er sagt er „að íélagið hafi haldið 5 námskeið í körfugerð og hrosshársvinnu" — og þetta eru greinar, sem piltar og stúlk- ur geta tekið jafnan þátt í. Þá má og ekki gleyma bókbandinu, sem e. t. v. gæti verið einn þáttur í kvöldvökustarfi. Ekki iná heldur gleyma þeirri íþrótt, sem nú virðist, vera að komast í tizku, að makleikum, n. 1. skiðaíþróttinni. í fiestum sveitum hagar þannig til að vetrarlagi, að nægar skíða- brekkur eru til, en fáir, og i sumum sveitum engir, sem kunna að ganga eða renna sér á skíðum. Hér vil eg, að ung- mennafélögin hafi forystuna, eins og þau hafa raunar haft á ýmsum stöðum. Hefjist stjórnir héraðssambandanna nú þegar handa, og efni til skíðanámskeiða fvrir félagsmenn úr sambandinu, og velji þar sem hæfasta kennara. Sendi hvert félag af sam- bandssvæðinu einn fulltrúa, sem það styrki sérstaklega til þátttöku í námskeiðinu, en að öðru leyti sé ungmennafélög- um einum heimil þátttaka, enda borgi þeir sjálfir allan kostnað, — nema þeir kjörnu. Svo borgi sambandssjóður kaup kennarans og uppihald. Að námskeiði loknu eru svo þeir, sem umf. hafa stvrkt, skyldugir til að halda einskonar skíðanámskeið heima í sín- um sveitum, á vegum félaga sinna, félögunum að kostnaðar- lausu. Þá raunum við koma að þeirri torfærunni, sem virðist að muni verða erfiðust viðureignar. Um áhuga ungra manna á skíðaíþróttinni þarf naumast að efast, — og sízt ef félögin ættu sinn eigin kennara, hvert og eitt. En um getuna til þess að ná í skíðin gegnir öðru máil. Nú, sem stendur, eru sæmi- lcg skíði og stafir um 40—50 krónur. Er það að vísu nokkur upphæð, ])ó ekki fáist nema lítið af áfengi eða tóbaki íyrir sömu upphæð. Nú tel eg ekki efa á, ef námskeið kæmist á, og svo aftur kennsla í liverri einstakri sveit, mundi verða um allveruleg skíðakaup að ræða. Tel eg líklegt, ef mikið væri lteypt af skíðum í einu, að þau fengjust mun ódýrari. Væri í því sambandi ekki ósennilegt að félögin fælu stjórnum hér- aðssambandanna að annast um kaup á skíðum fyrir félögin, 10*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.