Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 69

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 69
SKINFAXI 149 I honum voi'u einkanlega hríslur. Við hverja hrislu var sett spýta, með fangamarki eiganda hrislunnar, ásamt mánaðar- deginum og ártalinu, þegar hríslan var gróðursett. Annast því hver ielagi sína hríslu, og fylgist með vexti hennar. í miðjum garðinum er kringlóttur grasflötur, en umhverfis hann eru sumarblóm. Upp úr miðjum grasfletinum stendur fánastöng, þar sem fáni vor blaktir við hún, er félagarnir, koma saman í garðinum til leikja og starfa, eða fundarhalda. Oft hefir verið rœtt um, að ungmennafélög heimsæki hvert annað, til kynningar og skemmtunar. Vera má, að ef þetta yrði tekið upp meðal ungmennafélaga, þá væri stigið einna stærsta sporið i endurbótum á skemmtunum félaganna. I þvi sambandi skal minnzt á, t. d. tvö félög færu í sameigin- lega skemmtiför að vorinu, og héldu fund á ákvörðunar- staðnum. Hrifningin, sem gripi félagana á nýjum stað, gæti orðið til þess að vekja nýjar og göfugar hugsjónir í hjörtum félaganna. Eg skal ekki eyða meiri tíma í að ræða um þessi mál, en vænti, að umf. athugi nánar þær leiðir, sem eg hefi rætt um, og taki afstöðu til þeirra. Eg hefi af áscttu ráði gengið fram lijá yngri deildum, og er þar þó þýðingarmikill þáttur í starfsemi Umf. Að lokum: Þegar við athugum skipulagningu félagslegra starfa okkar, verðum við að hafa hugfast, að ungmennafélag verður að vera i senn fræðslu- og félagsstofnun, sem skipu- iögð sé jafnt fyrir karla og konur, svo að öllum gefist jafn kostur á andlegri og líkamlegri þjálfun. Við eigum ekki að ])urfa að ræða um einskonar atvinnubætur i sveitum, verk- efnin eiga að vera næg. Og þau eru nóg. Samt heyrist ekki ósjaldan rætt um það, að ef 2 eða 3 karlmenn sén i heimili þar sem stórt bú sé, þá hafi þeir lítið að gera, og bíði bein- línis eftir atvinnu. Því miður fer þessum mönnum alloft eins og mörgum atvinnuleysingjanum í kaupstöðum, að leiðin verður stutt að lindum Bakkusar, og þeir leitast við að gleyma sér við borð hans. Þetta er hörmungarefni í hugsunarhætti íslenzkra sveitamanna, og hörmungarefni i atvjnnulifi okk- ar, þar sem svo margt er þó ógert, Um leið er það kall von- snauðra og vonsvikinna manna og kvenna, á ungmennafélög- in til hjál])ar. Þaðan á hjálþin að koma, — frá samtökum ungra manna og kvenna. Eg treysti því, ef öll ungmennafélög leggjast hér á eitt, í þeim anda, sem eg hefi bent á, væri stórt spor stigið, til þess að kenna æskumönnum og konum

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.