Skinfaxi - 01.11.1939, Qupperneq 87
SKINFAXI
167
brotanna vestan hafs og austan. Merkustu verk þeirra í því
efni eru að standa fyrir heimboðum islenzkra skálda vestan
um haf, Stephans G. Stephanssonar og Jakobínu Johnson. -—
Nú liefir íslenzka rikið tekið við forystu um heimboð Vestur-
íslendinga af Umf., og fer vel á því. Hefir því U.M.F.Í. tekið
upp aðrar aðferðir til að rétta sína hlýju hönd vestur yfir
álana.
Nú í haust hefir sambandsstjórn U.M.F.Í. sent vestur um
haf 500 eintök af stórri og veglegri ljósmynd af Jóni Sigurðs-
syni forseta, sem gjöf til Vestur-íslendinga. Er til þess ætlazt,
að mynd forsetans prýði 500 vestur-íslenzk heimili. Neðan
við myndarliornið vinstra megin er prentað: „Jón Sitjurðs-
son forseti er tákn alls þess, sem bezt er og göfugast í íslenzku
þjóðinni." Og liægra megin: ,,Un(jmennaféIag íslands sendir
inynd þessa sem vinarkveðju til íslendinga í Vesturheimi 1939.“
Blöð Vestur-íslendinga hafa getið gjafar þessarar fagnandi
og birt bréf sambandsstjóra U.M.F.l. um hana, til forseta
Þjóðræknisfélagsins vestra.
Drykkjuskapur á samkomum.
Vafalaust hafa fjölmargir ungmennafélagar veitt athygli
ritdeilu, sem varð i „Timanum" s. 1. sumar, um afstöðu Umf.
til drykkjuskapar á samkomum. Upphaflegt tilefni deilunnar
var grein í tímariti einu, sem „nokkrir áhrifamenn úr þrem-
ur stjórnmálaflokkum standa að.“ Þar var þvi haldið fram,
að umbætur, sem U. M. S. Borgarfjarðar hafði gert á löggæzlu
á mótum sinum, væru i raun og veru verk svonefndra „Vöku-
manna“. En það er nafn á hálfgrímubúnum stjórnmálafélags-
skap, sem þessir „áhrifamenn úr þremur stjórnmálaflokkum"
eru að reyna að teygja æsku skólanna inn i, til undirbúnings
fyrirhuguðum drætti hennar í dilka stjórnmálanna. — Einn
forystumanna U. M. S. B. sendi velnefndu tímariti leiðrétt-
ingu á rangherminu. En hún fékkst ekki birt, heldur kom i
næsta hefti svar við leiðréttingunni, sem hvergi hafði sézt!
Skrifaði þá Borgfirðingurinn stutta og injög iirúðmannlega
athugasemd í „Alþýðublaðið“. Þetta var aðdragandi að því,
að Jónas Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, ótitlaður
forystuinaður „Vökumennskunnar“ og löngu áður ágætur
ungmennafélagi, réðist hastarlega á Ungmennafélögin fyrir
að standa að „drykkjusamkomum“, og með fullkominni ósann-
girni og skilningsleysi á þeiin örðugleikuin, sem Umf. eiga
við að etja i áfengismálum, vegna gróðabralls ríkisvaldsins
með áfengi og rangsnúins hugsunarháttar almennings. Tveir