Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 90

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 90
170 SKINFAXI verja á norskum selfangara. Iir sagan greinagóð, vel skrifuð og hin skemmtilegasta aflestrar. íshafið er æfintýraheimur, sem íslendingar hafa yfirleitt ekki mikiS af að segja, en eru þó forvitnir um. Hér er tækifæri til að fræðast um það af raunsannri frásögn. — Hin ferðabókin er F r á J a p a n og Ii í n a eftir Steingrím Matthíasson lækni. Segir hún frá ferð sem höf. fór til Austurlanda 1903—’04, sem skipslæknir á einu stórskipi danska Austur-Asíufélagsins. Skrifaði hann bók þessa á ferðalaginu, sem ferðapistla til blaðsins „GjaIlarhorns“ á Akureyri. Lýsir hann Jíví, sem fyrir augu og eyru bar á hinni löngu ferð austur gegn um Suezskurð, um Indland, Kína og Japan, og til baka aftur. Öll er frásögnin með Jjví létta fjöri, sem auðkennir öll skrif Steingríms læknis, og er óvenjulega skemmtilegur lestur. Þriðja bókin frá Eddu er Flóttamenn, litil saga eftir hið þekkta franska skáld Gug de Maupassant, en eigi sést hver J)ýtt hefir. Sagan segir frá flóttamönnum í fransk-þýzka stríðinu 1870—’71, hvernig J)eir fá samferðastúlku eina til að losa þá úr haldi með þvi að láta sæmd sína, en fyrirlíta hana svo á eftir. Er sagan hin bezta hugvekja. F e r ð a l a n g a r, æfintýri handa börnum og unglingum, eftir Helga Hálfdanarson, er næsta nýstárleg barnabók og merkileg. Þetta er rauriar efnafræðin, sett fram i æfintýra- legu ferðasöguformi. Tekst höf. yfirleitt mjög vel að gera þurrar staðreyndir efnafræðinnar að ljósu, auðskildu og skemmtilegu æfinlýri við hæfi J)roskaðra barna, en æfin- týrið er um leið hinn nvtsamasti fræðilestur. Einkum hefir vel tekizt um fyrri hluta bókarinnar, almennu efnafræðina, en hún er langfyrirferðarmest. Kaflinn „í heimkynni efnanna“ er aftur fullstrembinn fyrir börn, og er vafamál, hvort hann spillir ckki gildi bókarinnar, með ]>ví að verða þess vahl- andi, að hinir ungu lesendur þreytist eða uppgefist á niður- laginu og leggi bókina frá sér með vonbrigðum. — Persónu- lega kann eg illa við erlendu nöfnin í bókinni (Kemíus, Fýs- ikus, Astrónómíus o. s. frv.). En lijá því er ef til vill ekki auð- stýrt. Bókiri er prýdd mörgum teikningum eftir höf. sjálf- an. Bókaútgáfa Heimskringlu hefir gefið hana út. Bókmenntafél. Mál og menning hefir náð stórmiklum vin- sældum og glæsilegri útbreiðslu. Það læiur félagsmenn sína fá 6 úrvalsbækur á ári fyrir 10 kr. gjald, ogí er úrval úr And- vökum Stephans G. Stephanssonar i 2 bindum meðal bók- anna í ár. 1943 ætlar fél. að gefa út mikið og veglegt rit-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.