Skinfaxi - 01.11.1939, Side 91
SKINFAXI
171
verk um ísland, land og þjóð, 5 bindi. Arfur íslcndinga verð-
ur nafn þess, en ritstjórn annast Sigurður Nordal prófessor.
í næsta hefti Skinfaxa verður grein um ritverk þetta.
Eftir að hefti þetta var fullsett, barst Skinfaxa mjög mynd-
arlegt ársrit U. M. S. Borgarfjarðar, Svanir, og Hjálp í við-
lögum eftir Jón Oddgeir Jónsson, þarfleg bók. Verður þeirra
nánar getið síðar.
Jón Emil Guðjónsson:
Ný bókaútgáfa.
íslenzka jjjóðin liefir lengst af verið rik af andlegri menn-
ingu, þótt hin ytri skilyrði til slíks hafi oft verið erfið. Vernd-
un tungunnar og mikil hókmenntaafrek eru oft nefnd sem
dæmi um þetta.
Þessi andlega menning var fyrst og fremst menning heim-
ilanna, en ekki aðeins örfárra lærdómsstofnana. Merkileg-
asti þáttur hennar var sjálfsnámið, sem hyggðist á því, að
nota hverja stund, livern möguleika til að fræðast og nema.
Bóklesturinn var þá jafnan helzta úrræðið til að svala fróð-
leiksþorstanum. Að vísu var bókakosturinn oft litill og fá-
breyttur. En hann var þá notaður þeim mun betur, lesefnið
þaulhugsað og rætt. Þjóðin ótti líka alltaf i fórum sínum all-
mikið bóka, sem eru sígild listaverk, bæði að hugsun og máli.
Lestrarfýsn ahnennings átti þannig sinn mikla þátt í að efla
og varðveita hina andlegu menningu í landinu.
Á siðustu árum hafa orðið miklar breytingar í bókmennta-
lífi þjóðarinnar. Útgáfustarfsemin hefir vaxið hröðum skref-
mn, bæði að efnisbreytni og eintakafjölda. Mikið hefir verið
gefið lit góðra bóka, þótt rusl hafi einnig fylgt með. — Yfir-
leitt hefir ])essi framleiðsla verið mjög dýr, sérstaklega hin
betri ritverk. — Almenningsbókasöfn hafa verið stofnsett
allviða. En vegna lítilla fjárráða geta þau yfirleitt ekki keypt
nema örlítinn liluta hinna dýrari og betri bókmennta.
ískyggilega viða mun vera keypt mikið af lélegu lesefni, t. d.
illa þýddu skáldsagnarusli. Mikill hluti bókfúsra manna hefir
því litla möguleika til að eignast — eða jafnvel ná í til lestr-
ar — úrval þeirra bóka, sem út eru gefnar.
Nýrrar útgáfustarfsemi er þess vegna þörf, þótt bókafram-