Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1946, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.04.1946, Qupperneq 2
2 SKINFAXI arinnar á liðnuin öldum og vakið hjá lienni meiri trú á sjálfa sig og land sitt en hún hafði áður haft. Það var vor í lofti. Frjómagnið var leyst úr læðingi. Vaxtarþrá þjóðarinnar varð að veruleika. Stjórn lands- ins var að miklu leyti flutt frá Kaupmannahöfn tii Reykjavikur, og fsland fékk sinn eigin ráðherra, gáf- aðan og glæsilegan Islending. Þjóðin varð framtaks- samari og stórhugaðri en áður um rekstur atvinnu- vega sinna, og kröfur hennar til þess að lifa meira menningarlifi en áður stórjukust. Þorsteinn Erlings- son hafði kveðið nokkurs konar lierhvöt til æskunnar og framsækinna manna: „Ef æskan vill rétta þér örv- andi hönd“ o. s. frv., og Guðmundur Magnússon kvað á 1. ári aldarinnar kvæðið: „Eg vil elska mitt land“. sem er þrunginn ástaróður til fósturjarðarinnar. Eg' held, að allir þeir ungu menn, sem stofnuðu fyrsta ungmennafélagið á íslandi 1906, hafi drukkið inn i sig þann anda, sem fólst i þessum tveim kvæðum. Kvæði Guðmundar Magnússonar varð þeim nokkurs konar trúarljóð. í þvi fólst sá andi, sem þeir vildu magna í sínu eigin brjósti og þjóðarinnar í heild, ást til landsins og þjóðarinnar, og þrá hennar til þess að vera frjáls. Og Þorsteinn Erlingsson vakti trú þeirra á sjálfa sig og æsku landsins, og að það væri lilutverk æskumannanna að liefja þjóðina til vegs og frama, og þeim bæri að sýna djörfung og áræði. Samtaka áttu þeir að ryðja þeim „völum úr vegi“, er tálmað liöfðu framþróun þjóðarinnar á liðnum tímum, en forðast að vera í fylgd liinnar öldruðu sveitar, er ekki þorði að brjóta forna ófrelsishlekki og vildi ahlrei leggja á „tæpasta vaðið“, hvað sem var í húfi. Þrír af stofnendum hins fyrsta ungmennafélags landsins, Ungmennafélags Akureyrar, þeir Þórhallur Bjarnarson, Jón Ilelgason og Jóhannes Jósepsson liöfðu farið til útlanda og orðið fyrir áhrifum frá lýðháskól- unum og æskulýðshreyfingununi í Noregi og Dan-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.