Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1946, Page 15

Skinfaxi - 01.04.1946, Page 15
SKINFAXI 15 orti kvæðið á flækingi, mest á Siglufirði sumarið 1927. Þegar hann svo hefur gengið frá þvi eins og honum likar, lokar hann það niðri í hirzlu og það sér ekki dagsins ljós í 8 ár. En þótt Magnús væri á sífelldu flökti fram og aftur við hin ólíkustu störf og staðhætti, yfirgaf hann samt aldrei bækurnar. Það var vandi lians löngum að viða að sér bókum og lesa þá af kappi um stund, grafa sig alveg niður í þær. Fékk liann áliuga fyrir ýmsum bók- menntalegum viðfangsefnum, og liinum ólíkustu verk- efnum á því sviði, og á meðan á þvi stóð, komst ekkert annað að. Ilann sökkti sér niður i það með visindalegri nákvæmni og kappi. Á þennan hátt varð hann afar víðlesinn og prýðilega menntaður. Eins átti hann það til að skrifa vinum sínum löng oréf og kennir i þeim margrá og furðulegra grasa. Ekki sendi hann alltaf bréfin, eða hann sendi þau löngu seinna. Þannig skrifaði hann vini sinum, Þórhalli Jó- hannessyni, lækni, bréf eitt mikið árið 1918. Er það um 50 vélritaðar síður, ýmist í ljóðum eða lausu máli. en bréfið sendi liann ekki fyrr en árið 1923, þegar liann var fluttur til Hafnarfjarðar. 1 bréfi þessu eru kvæði eftir hann sjálfan, sem síðar birtust, og önnur, sem hvergi hafa birzt, eða þá mjög breytt. Gaman og alvöru er skemmtilega fléttað þar saman, enda nefnir liann hréfið: Samlede Tanker eða Tankesamling. Er bréfið alll hin hezta lýsing á hugarheimi skáldsins á þeim ár- um, er voru svo mjög áhrifarík fyrir skáldlegan þroska hans. Árið 1932 kemur fyrst opinberlega fram, hver Örn Arnarson raunverulega er. Þá keriiur út 3. hefti Stuðla- niála og birtust þar noklcrar lausavísur eftir Örn. Þar er og prentað ofurlítið æviágrip og eilitlar upplýsing- ar um Magnús og mynd af honum. Þetta eru þær fyrstu uPplýsingar, sem prentaðar eru um Magnús, og lieftið oiarkar því töluverð timamót í ævi hans. Nú þýddi elcki

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.