Skinfaxi - 01.04.1946, Síða 21
SKINFAXI
21
slríðið hófst. Þær voru orðnar átta, þegar Japan bætt-
ist í hildarleikinn, og sumarið 1943 voru þær fjörutíu
og átta, ásamt 170 útibúum, sem smíðuðu vopn.
Sérstakt skipulag á þjálfun iðnverkamanna kom þvi
lil leiðar, að nægilegar hendur voru til að vinna við
allar þessar nýju vélar og tæki. Með sérstökum samn-
ingi við samtök iðnaðarmanna var komið i veg fyrir
skort faglærðra manna með þvi að taka lærlinga og
lagtæka menn. Alls konar tækniskólar og vélfræðihá-
skólar tóku þátt í átakinu með ])ví að koma á fót nám-
skeiðum, og var tví- og þriskipt í þá daglega. Meira en
70000 verkamenn gengu i gegnum þessa skipulögðu
þjalfun ríkisins.
Margar tegundir efna, sem nauðsynlegar voru til fram-
leiðslu hernaðartækja, höfðu aldrei verið framleidd i
Astralíu. Vísindamenn hömuðust til þess að verða við
ölluni kröfum. Árið 1939 var meira en helmingur
þeirra 150 aðalefna, sem notuð eru í sprengiefni, flutt-
ur inn. Fjórum árum seinna voru nær öll efnin fram-
leidd í landinu sjálfu. Linsugler, sem notað er í mið-
unartæki, sjónauka og gleraugu, er annað gott dæmi
um þessa öru framleiðsluuþróun. Áður hafði þess kon-
ar gler aðeins verið framleitt af átta fyrirtækjum í lieim-
inum, og voru flest þeirra i Evrópu. Fyrsta spor Ástr-
alíu i þessum efnum var að bræða saman hrot af úr-
vals gluggagleri. Síðan hélt tilraunin áfram, þar til hið
nauðsynlega linsugler var fundið, jafn gott þvi bezta,
sem innflutt liafði verið, og ódýrara. Alls konar áliöld
nieð linsuglerjum voru framleidd í stórum stil handa
hermönnum Áslraliu og annarra liermanna samein-
uðu þjóðanna, er börðust i Kyrrahafslöndunum.
Hið mikla átak varð ekki árangurslaust. Þegar fót-
gönguliðssveitir Ástralíumanna komu til móts við Jap-
ana á Nýju-Guineu og fleiri Kyrraliafseyjum og stöðv-
uðu framrás þeirra, en það voru í raun og veru þær,
sem gerðu gæfumuninn i Kyrrahafsstyrjöldinni, voru