Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1946, Page 22

Skinfaxi - 01.04.1946, Page 22
22 SKINFAXI þær búnar öllum þeim fullkomnustu vopnum og tækjum, sem aðstæðurnar kröfðust. Fyrstu orrusturnar í frumskógunum sýndu, að hermennirnir þörfnuðust fleiri tækja, vegna nýrra bardagaaðferða, og verk- smiðjur Ástralíu framleiddu þau. Fatnaður og annar útbúnaður, nýjar gerðir af heppilegum byssum, allt svaraði til þarfa liersins. Þótt ekki væru til nema teikningar af flugvélum í Ástralíu í stríðsbyrjun, liöfðu flugvélaverksmiðjurnar samt aflient 3500 vélar til flugliðsins, þegar stríðinu lauk. Margar nýjar tegundir flugvéla voru smíðaðar, árásar- og orrustuflugvélar. Flugvélasmiðjur rikisins í Melbourne bafa nú með böndum smíði á risaflug- vélum, bæði til hernaðar- og friðarþarfa. Skipasmíðar jukust stórkostlega meðan á stríðinu stóð, þótt sá iðnaður lamaðist mikið af því að hafa alllaf með liöndum viðgerðir á kaupförum og herskip- um, er löskuðust víðsvegar á Kyrrahafi. Á árunum 1942 til 1945 komu meira en 10000 kaupför til við- gerðar og athugunar í skipasmíðastöðvarnar í Ástralíu. Samtímis voru smíðuð 150 stærri og smærri herskip fyrir ástralska flotann. Þrettán 9000 tonna kaupför hafa nú verið fullgerð. Alls nani kostnaður við hernaðarsmiðjurnar á styrj- aldarárunum 1855000000 krónum. Þegar styrjöldinui lauk, höfðu miklar verksmiðjur risið upp lvvarvetna i landinu, allar undir eftirliti ríkisins, allar með nýtízku- tækjum og vélum. Fólkið, sem vann í þeim, var nýskap- aður her færustu verkamanna. Það var augljóst, að þess- ar nýju verksmiðjur og verkafólk, myndu i sameiningu liafa mikil áhrif á framleiðslu Ástraliu á friðartimum. Ástralíuhermaðurinn, sem nú snýr lieim, er lireykinn af þcssum miklu framförum i iðnaði landsins. Þær eru nauðsynlegt spor á braulinni til vaxandi velmegun- ar og þroska þjóðarinnar. En liann hlýtur að hugleiða með sjálfum sér, þegar hann kemur heim ásamt 3500

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.