Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 24
24 SKINFAXl að hún muni reka þær ríkisverksmiðjur áfram, sem beinlínis séu nauðsynlegar til varnar og öryggis land- inu. Einnig ætlar hún sér að hafa hönd í bagga með skipa- og flugvélasmiðjunum. Aftur á móti er í undir- húningi, að nokkur hluti iðnaðarins verði gefinn frjáls til starfrækslu fyrir einstaklinga á friðartímum. Tollanefnd, sem hefur með liöndum að rannsaka beiðnir fyrirtækja um vernd, lýsti nýlega yfir því, að mörg fyrirtækin, sem stofnuð voru á stríðsárunum, þyrfti að vernda með tollum fyrst um sinn, þegar fram- hoð ykist á heimsmarkaðinum. Skuggi atvinnuleysisins grúfir ekki yfir Ástralíu sem stendur. Frekar mætti gera ráð fyrir verkafólkseklu, ef landbúnaðurinn verður eins umfangsmikill og fyrir stríðið og hinn nýi iðnaður frá stríðsárunum heldur í horfinu. Opinberar framkvæmdir munu krefjast geysimikils vinnuafls, sérstaklega lagning nýrra járn- brauta. Nýjar járnbrautir. Striðið kenndi Ástralíumönnum í fyrsta lagi að vera viðbúnir þvi, að vörur frá öðrum löndum tepptust. I öðru lagi kenndi innnrásarliættan þeim, að járnbraut- arkerfi landsins var næsta óviturlegt. Fylkin liöfðu áður ekki komið sér saman um vkldina milli brautar- teinanna, og vorn því í landinu þrjú kerfi, og mislangt á milli teinanna i þeim öllum. Þetta reyndist ótækt á styrjaldarárunum, þegar hraða þurfti flutningum til iiinna ýmsu landshluta. Stjórnin hefur því ákveðið, að lagning nýs járnbrautarlcerfis um landið þvert og endi- langt skuli koma fyrst af opinberum framkvæmdum. Að sjálfsögðu verður geysimikil atvinna við þetta risa- fyrirtæki, bæði í verksmiðjum og við sjálfa brautar- lagninguna. Mun þetta taka mörg ár. Gert er ráð fyrir, að þurfa muni 850000 tonn af stáli

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.