Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1946, Side 39

Skinfaxi - 01.04.1946, Side 39
SKINFAXI 39 Páií poróteinóóon aljm., ^JJnappavöi I* jj óðsön «4 ii g* i iiBi. Allar þjóðir eiga einhverjar séreignir og lielga dóma. Eitl af því eru þjóðsöngvar þeirra. Andleg verðmæti rýrna ekki, þótt af þeim sé ausið. Bók, sem lesin er fyrir fjölmenni, getur verið nautn fyrir alla áheyr- endur. Efni liennar gengur samt ekki til þurrðar. Þjóðsöngurinn er í einu séreign hverrar þjóðar og sameign allra þegnanna. Hver einstaklingur má eiga hlutdeild í þeirri sameign og njóta hennar, ef liann vill og er hæfur til þess. Heiðarleg og liófleg meðferð þessara lielgu dóma ávaxtar þau auðæfi, en eyðir þeim ekki, veitir hverjum aðila andlega næringu, glæðir lifsmáttinn, gefur lífi þjóðanna fylling. Þjóð- söngurinn er Ijóð og lag, sem nær inn í hug þjóðar- innar allrar og á að hljóma frá fjöru til fjalls á hátíða- stundum hennar. Kvæði Bjarna Thorarensen, „Eldgamla ísafold“, var um langt skeið þjóðsöngur Islendiriga. Það túlkar við- horfið gagnvart landinu, en er gallað fyrir þá sök, að það er ort i orðastað Hafnarstúdenta og er hvorki magnþrungið né lieillandi fyrir ljóðræna fegurð. En 1874 voru tímamót í sögu íslendinga. Þá endur- heimti þjóðin að miklu leyti liið langþráða frelsi eftir áratuga baráttu Jóns Sigurðssonar. Konungurinn kom þá til landsins í fyrsta sinn og hafði „frelsisskrá i föðurhendi“ fslendingum til handa. Þá birti yfir ís- landi. Þjóðin hreifst af fögnuði og margir beztu menn þeirrar tíðar gerðu sitt til að marka þessa mynd óaf- máanlega á skjöld minninganna. Maltbías Jochumsson var þá kominn nokkuð yfir miðjan aldur og orðinn eins konar æðsti prestur þjóð- arinnar sakir andlegra yfirburða. IJann var skád- ljóss og lífs. Andagift lians var svo magnþrungin, að bann sá iðulega sýnir, sem öðrum dauðlegum mönn-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.