Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1946, Qupperneq 40

Skinfaxi - 01.04.1946, Qupperneq 40
40 SKINFAXI um dyljast. Slíkum hamförum fór hugur hans fyrir þjóðliátíðina 1874. Þá skapaði hann á skömmum tíma mörg listaverk, en hið fegursta þeirra var lof- söngurinn „Ó, guð vors lands“, sem brátt var gerður að þjóðsöng íslendinga. Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lag, sem liæfði Ijóðinu. í þjóðsöng okkar eru tvö fullkomin listaverk tvinnuð í eitt. Maður, sem gegnir margbrotnum störfum, þarf að eiga mismunandi fatnað og nota hann á viðeigandi hátt. Hin venjulegu vinnuklæði eru ómissandi. Helgi- dagafötin, sem gefa helginni og heimilisháttunum svip, eru og nauðsynleg á sinn hátt. En’þegar mest liggur við, ber að skrýðast hátíðabúningi. Hið sama gildir um hin andlegu verðmæti. Við eigum mikið af ljóðum, sem eru ómetanleg eign, og í raun og veru marga þjóðsöngva, sem hæfa vel á helgum dögum. En lofsöngurinn ber af og hæfir bezt á helgustu stundum þjóðarinnar. Þar er gripið í trúarstrenginn. Sá liljóm- ur, sem hann gefur, berst sífellt inn í hug þúsund- anna. Höfundurinn bregður upp mynd af mikilleik tilverunnar og sýnir máttleysi mannsins, er lifir sem blaktandi, blaktandi strá gagnvart öflum alheimsins. Hann þekkir húm og liélu íslenzkrar nætur, þekkir, hvernig það þokar burt fyrir ylgeislum hækkandi sól- ar, þegar dagur rennur. Hann þekkir margar þrautir á þúsund ára göngu þjóðarinnar, en vonar, að þær muni Jiverra, eins og dögg fyrir sólu, því liærra sem dagsbrúnin rís, og veit, að þúsund ár eru sem morg- unstund í lífstíð mannkynsins og sem einn dagur fyr- ir sjónum liins alvalda. „íslands þúsund ár voru morgunsins húmköldu hrynjandi tár, sem liitna við skínandi sól“. Og bænin, sem höfundurinn ber fram að lokum, felur í sér allt, sem vert er að lifa og deyja fyrir: „íslands þúsund ár verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut.“

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.