Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1946, Side 51

Skinfaxi - 01.04.1946, Side 51
SKINFAXI 51 Bi*élaskilti. Ungnienni hafa jafnan liaft gaman af bréfaskiptum, og oft °g tíðum mikið gagn lika. Sérstaklega er þó lærdómsrikt og skemmtilegt fyrir ungt fólk að skrifast á við jafnaldra sina í öðrum löndum. íslendingar standa í þeim efnum ekki vel að vígi, þar sem mjög fátítt er, að fólk í öðrum löndum lesi eða riti íslenzku. En mikii æfing er það öllum þeim, sem leggja stund á erlend mál, að skrifast á við einhvern á þvi máli, sem numið er. Skiptir þá ekki einatt máli, að ritleikn- in sé svo að af heri eða réttritun fullkomin. Taka flestir vilj- ann fyrir verkið í þeim efnum. Veit eg mörg dæmi þess, að þakklátur bréfviðtakandi fer lítt i sparðatíning, þótt brugðið sé út af settum reglum i bréfum, eða þótt orð og orð séu skakkt rituð eða beygð. Öllum er þó skylt að vanda bréf sin svo vel sem frekast eru föng á, og er mikill lærdómur að fást við bréfaskriftir á framandi máli, sem bréfritara er ekki tamt. Menn hafa sér ýmislegt til dægrastyttingar og dundurs í frístundum, og fer það að sjálfsögðu eftir skapgerð þeirra, hæfileikum og hneigðum. Er ekki að efa, að margt ungmenni gæti þroskað hugsun sína, vandvirkni og ritleiltni með því að skiptast á bréfum við önnur ungmenni, annað hvort í öðr- um landshlutum eða i öðrum löndum. Eru mörg dæmi þess, að slík bréfaskipti liafa stuðla að ævilangri vináttu, svo að ekki sé farið enn lengra út í þá sálma. Orsök þessarra ummæla er sú, að Skinfaxa hafa nýlega borizt nokkur bréf frá ungu fólki i Noregi. Fylgja nöfn og heimilisföng hér á eftir. En þses vænzt, að ungmennafélag- ar, piltar og stúlkur, bregðist nú vel við, og sendi þessu unga fólki i Noregi nokkrar línur. Ætti ekki að saka, þótt hverjum bréfritara bærust noltkur bréf. Þvi miður þýðir lík- lega ekki að skrifa á islenzku, en reyna mætti það þó til gamans. — Annars er bezt að rita fyrst á norsku, dönsku eða sænsku. Hér eru nöfnin: Inga Nes, Bergen, Nordfjordeid, Norge. (Inga er 19 ára. Vill helzt skrifast á við pilt). Johan S. Eid, Sætervollen p.a. pr. Skagmo st. i Namdalen, Norge. (Jolian vill skrifast á við pilta og stúlkur, um 17 ára að aldri). Elmer Grimstad, Store Mildre pr. Bergen, Norge. (Elmer skrifar vel ensku, vill læra íslenzku, og langar að heyra frá báðum kynjum. Hann er 20 ára).

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.