Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI réru, væri í rétta átt stefnt, en margir í ranga, eins og nú er, eða: Það skortir á um ákveðna stefnu. Það er auðvitað rétt, að ungmennafélögin eru mynd- uð af næsta sundurleitum hópi manna, en fjölmennið eitt hefur sína þýðingu og skapar möguleika félags- skap okkar, og gefur aukið gildi viðleitni okkar. En sú hætta er fjölmenninu samfara, að erfitt verði að móta stefnu, er henti sem flestum og sé nægilega skýr. Dýrlegasta hugsjón mannkynsins í heild, þjóða og einstaklinga, er frelsið. Það er ekki þýðingarlaust að ungmennafélögin eiga þessa hugsjón að kjarna. En hér þykif- einmitt ýmsum ó skorta um lieimfærslu okkar. Atlantshafssáttmálinn er viðkvæmt deilumál. Þetta mál er enn viðfangsefni og eklti aðeins okkur heldur milljónaþjóðum, sem nefndar liafa verið stór- veldi. Kosningarnar síðustu í Bretlandi munu t. d. ekki sizt hafa snúizt um þetta mál. Klofningur er nokkur innan verkamannaflokksins um málið. Við- horf Churchills er og ekki um allt jákvætt. Hins vegar henda stuðningsmenn málsins á, að hér sé um merka nýjung að ræða i samskiptum þjóða. Formaður dönsku ungmennafélaganna, Jens Marinus Jensen, mælli m. a. á þessa leið á síðasla sambandsþingi U. „Vér skiljum yður. Þér hafið nýlega öðlazt hnoss frelsisins. Oss er ljóst að aðild að Atlantshafs- sáttmálanum hefur í för með sér nokkra sjálfræðis- skerðingu. En vér Danir vitum livað fjandsamlegt hernám er. Betri er hálfur skaði en allur. Vegna sam- eiginlegs öryggis verða þjóðirnar að fórna nokkru af sjálfræði sínu.“ Ungmennafélögin eru nú 45 ára. Það mætti eins kalla, að þau væri 145 ára. Þau eru afsprengi róman- tízku stefnunnar og þjóðvakningar hennar. Rómantík er fyrir sumum hálfgert skammaryrði og yfirskrift andlegs dauða. En við skyldum gæta þess, að róman-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.