Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 9
SKINFAXI 9 staðar. Gaf land undir Laugaskóla og lét þrem börn- um sínum eftir samastað á jörð sinni. Mörgum er vorkunn að hafa 37firgefið átthagana. En hörmulegt metnaðarleysi og luigsun um augna- bliksgróða hefur valdið fyrir of mörgum, að þeir yf- irgáfu sinn rétta samastað. Gróðahugurinn leiðir til styrjalda. Hann skapar eirðarleysi og rótleysi, sem er fjandsamlegt lífi og vexti. Striðsæsingamenn tala um liugsjónir og ást á ættjörðinni. Frelsisstríð ber okkur að heyja, en það verður að vera starfsstrið, vaxtarræktar og gróðurs. Við fáum ekki við ráðið, hvort stríð verður liáð eða ekki, en við verðum að einheita okkur að innanlands- baráttu okkar við land okkar. Við verðum að gerast námgjarnir á þjóðarsögu okkar, hókmenntir og önn- ur menningarverðmæti. Pakistanbúar héldu hátíðlegan þjóðhátiðardag sinn í sumar. Það kom fram, að þeir eiga sér ekki enn neinn viðurlcenndan þjóðsöng, 70 millj. þjóð. Við ís- lendingar áttum þjóðsöng fullri öld áður en við eign- uðumst sjálfstæðið. Við íslendingar eigum sem þjóð, fæðingarvottorð og skírnar, vottorð um mörg og ströng próf og vegabréf sem fullvalda þjóð um lönd og höf, þar sem handrit okkar eru hér heima og einkum í vörzlu Dana, er höfðu okkur í fóstri um of langa hrið og mættu þeir fá okkur þessi skilríki okkar sem þjóðar um leið og við höfum yfirgefið fóstruna, sem mat meir sín eigin hörn en oklcur, sem og er eðlilcgt. Við munum sigra í þeirri baráttu, sem og i allri sjálfstæðisharáttu olckar, en meiri öllum ritum er sjálft landið okkar, sem er heilög ritning frelsis- baráttunnar. Ritum þar nöfn oklcar óafmáanlegu letri upphyggjandi ræktunarstarfs. íslandi allt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.