Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI hringsóla í þeim, en þeir búa ekki yfir neinu ástriki eins og moldin. Moldin sýnir þeim umönnun, sem á henni gengur. Moldin nær ekki lil þeirra, sem ávallt liafast við á timhurgólfum eða hörðum strætum." Stórþjóðirnar eru farnar að sjá að stórborgirnar eru þeim um megn og stuðla að óheillaþróun. Lundúna- borg krefsl til dæmis heimsmarkaða og liráefnalinda í öðrum heimsálfum. Verzlunarmennskan vill verða ofan á í borgunum. Allir kannast við leikinn vinsæla: „Sölumaður deyr“. Þar er ekki verið að ráðast gegn verzlun, heldur liinu, að hugsjón sölumennskunnar verði að vera takmörk sett. En ýmsum mun þykja á skorta þau takmörk vestur í álfu og víðar raun- ar. Gegn hugsjón sölumennskunnar er eitt meðal til öruggt. Það er hugsjón, eklci gróðans, lieldur gróðurs- ins. Ilugir fólksins þurfa að bindast átthögunum, verða á vegum sólar og regns. Árið 1871 bjuggu Frakkar við lélega og raunar spillta stjórn, er steypti þeim út i styrjöld. Bismarck ællaði að binda þeim byrði, er þeir seint fengi risið undir. En franskir bændur grciddu hernaðarskaða- bætui nar þegar í stað. Bismarck urðu þelta vonbrigði. Hann hafði dæmt þjóðina eftir leiðtogunum. Daglegir lifnaðarliættir þjóðar skipta mestu um frelsi hennar. Að hún sé rótfest í menningu sinni og jörð. Erlingur Fiiðjónsson segir frá því, er hann ásamt Halldóri bróður sinum var að fara vestur í Ólafsdal til búnaðarnáms. Sigurjón bróðir þeirra tók brott- för þeirra furðulega tómlega og var hvergi sjáanleg- ur. Þó lcom hann um síðir og var fálátur mjög. Ilon- um var þungt í skapi. Föðurleifð þeirra, Sandur, mundi ekki rúma þá alla bræður og eklci hann sjálf- an, nema um stund. Hann stóð upp fyrir bróður sín- um, til þess að hann þyrfti ekki að hrekjast á brott, ef til vill á mölina. Sigurjón gerðist bóndi annars

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.