Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI íslenzk skáld og rithöfundar IV. KRI§TMANN GVÐMIIADSSOX Þeir eru fáir íslenzku rithöfundarnir, sem náð hafa því torsótta takmarki að vera við- urkenndir stórvirkir rithöfundar í öðrum löndum. Einn af þcim rithöfundum íslenzk- um, sem rutt hefur sér braut á erlendum vettvangi og getið sér svo mikilar frægð- ar, að bækur hans hafa almenningshylli á Norðurlöndum og víðar, er Kristmann Guðmundsson. Kristmann Guðmundsson er fæddur 23. október 1902 að Þverfelli í Lundarreykja- dal. Hann var ekki hjónabandsbarn og ólst upp hjá afa sínum. Æska Kristmanns var ekki nein sæluvika, og fékk hann óskiptan hlut af mótlæti því og hlýjuleysi, sem þau börn mæta, er óboðin eru í þennan heim. Ekki beygði það Kristmann eða kreppti, heldur fór hann snemma að heim- an og gengdi hann fjölmörgum störfum í lífsins skóla. Snemma hneigðist hugur hans til skáldskapar. og sendi hann frá sér fyrstu bók sína, ljóðabókina RÖKKURSÖNGVA, árið 1922, tvítugur að aldri. Kristmann fór ungur til Noregs og ruddi sér þar braut sem rithöfundur. Hann náði óvenju góðum tök- um á málinu og skrifaði hverja bókina af annarri. Hann varð mjög vinsæll ástarsagnahöfundur á Norðurlöndum. Fyrsta skáldsaga Kristmanns kom út á norsku árið 1926, ISLANDS IÍJÆRLIGHED (íslenzkar ástir). Siðan rak hver bókin aðra. Kristmann hefur skrifað flestar bækur sínar á norsku, en þær hafa nær allar verið þýddar á íslenzku. Þær hafa og verið þýdd- ar á mörg tungumál. Kristmann kom heim til íslands árið 1938. Hann hefur skrifað meira en 20 bækur og eru bækurnar Morgunn lífsins (Katanesfólkið) 1929, Helgafell 1932 og Gyðj- an og uxinn, þeirra merkastar. Kristmann býr nú í skálda- og listamannabænum, Hvera- gerði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.