Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7 Hann l)ætti svo við: „Hér er svo allt of lítil sumar- sól, svo allt of lítið sáðland, en svo allt of mikið af kærleika.“ En ætli við gætum ekki heimfært einmitt orð Björnsons til okkar og tekið þau til náinnar at- hugunar. Það hefur verið minnzt á Atlantshafssáttmálánn. Góðar livatir húa þar að haki að miklu leyti, en við megum ekki blekkja okkur, það er til áköf bæn um stríð. „Heimurinn stynur undir öllum ættjörðum sín- um.“ Nær lagi væri að segja, að heimurinn styndi undan auðjöfrum sínum. Auðvaldið í heiminum virð- ir engin grið, samninga né rétl. Og umfram allt, auð- valdið er ekki staðbundið, ])að á sér ekki í'ætur í neinni mold heldur í ágjörnu og valdasjúku hjarta. Indverji segir frá heimkomu sinni eftir langa fjar- veru. Hveitiakrar voru alls staðar áður. Nú gat að líta verksmiðjureykháfa. Sykurekrur arðvænlegar i sambandi við útflutning. Hveitis þörf. En meiri gróði, gjaldeyrir fáanlegur fvrir sykurinn. Hugsunin orðin drottnandi, að geta selt sem mest. I brezku kirkjublaði stóðu í sumar þessi orð í sambandi við deilu, sem nú er háð í Bretlandi um það, hvar skólar þjóðarinnar eigi einkum að vera: „Ef England á að fá staðizt verð- ur það að vera í sveitunum — —. Borgahagsmunir og sjónarmið afmenna og mannskemma. Borgirnar slcapa óraunhæft og rangt mat verðmæta. Vegna heil- brigði, öryggis á stríðstímum, og umfram allt vegna skapgerðarmótunar einstaklinganna er sveitin fremri horginni.“ Einn kunnasti skáldsagnahöfundur Banda- ríkjanna hefur fyrir höfuð viðfangsefni í hókum sin- um hver ógæfuleið það er manninum að yfirgefa sveitalífið. í annarri mest lesnu skáldsögu sinni segir ein persónan um aðalsöguhetjuna í lolc bólcarinnar: „Hann var ræktunarmaður. Verksmiðjurnar eru ekki staður fyrir þann, sem slíkt er í blóð borið. Verk- smiðjurnar eru eins og bilarnir. Það er gaman að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.