Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI Landið og framtíðin III. BRENNISTEINSNÁM Eftir Baldur Líndal, efnaverkfræðing. Brennisteinn var nm aldaraðir ein helzta útflutn- ingsvara íslendinga. Brennisteinsnám mun hafa far- ið hér fram allt frá landnámsöld. Þessi vara var lengi vel í mjög háu verði, enda mun hagnaður hafa verið drjúgur hjá þeim, sem verzlunina stunduðu. í lok átjándu aldar tók verðið að falla, og um miðja nítjándu öld lagðist brennisteinsnám niður með öllu vegna náma, sem þá fundust. Á nútíma mælikvarða mun þessi útflutningur þó aldrei hafa verið nema lítill. En hann var þó töluverður, ef miðað er við heimsnotkun hans á þeim tíma. Síðan hefur brenni- sleinsnotkunin tekið það heljarstökk, að brennisteins- þörf heimsins er rúmar 7 milljónir smál. á ári og fer ennþá ört vaxandi. Væri brennisteinsnám íslend- inga fyrr á öldum þar eins og dropi i hafinu, sem litlu máli skipti fyrir nútíma iðnað. Hinar miklu iðnaðarþjóðir hafa nú samt vaknað við vondan draum, þvi brennisteinsforði, sem vinna má á ódýran hátt, mun senn á þrotum. Þegar tekið er tillit til þess, að þetta efni er beint undirstöðu- atriði i nútíma-tækni og lifnaðarháttum -— og eins hins, að notkunin hlýtur enn að vaxa, má gjörla sjá hvert stefnir. Að visu má vinna hreinan brennistein úr öðrum efnasamböndum, svo sem bernnisteinskís, sem finnst þó óvíða, og gipsi, sem mun nær óþrjót- andi, en verðið hækkar þó að sjálfsögðu mikið. Vegna þess mikla slcorts, sem nú hefur komið í Ijós á brennisteini, hefur nú verið hafizt handa á nýj- an leik um undirbúning brennisteinsframleiðslu á íslandi. Það er þó ljóst, að nú þarf að vinna brenni-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.