Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI Sundlaug Umf. Dagrenningar hjá Brautartungu. mér finnst, að ég hafi rétl og skyldu til þess að láta það þakklæti mitt í ljósi einmitt nú hér. Ég þakka ungmennafélaginu Dagrenningu og stjórn þess fyrir þann heiður og velvild að hafa hoðið mér hingað, þegar það heiðrar fertugsára afmæli sitt. Það er viðburður í ævi minni, sem ég mun seint gleyma. Ég var að vísu fyrir löngu um skeið skráð- ur félagi þess, en starfaði frekar lítið fyrir það, nema að ég mætti nokkrum sinnum á fundum þess og sam- komum. Ég er það gamall, að ég man þó noklcuð tímana tvenna, það er að segja áður en ungmennafélagið var slofnað og eftir að það byrjaði starfsemi sina hér. Hygg ég að þeir, sem geta staðið i mínum spor- um, livað það snertir, séu jafnvel dómhærari um gildi þessa félagsskapar, heldur en þeir, sem eru fæddir á ævi ungmennafélaganna og liafa alltaf skoðað þau sem sjálfsagðan hlut, líkt eins og andrúmsloftið. Með tilkomu þessa félags kom nýr himinn og ný jörð hér í sveit. Minnisstæð eru áhrifin, sem bárust inn í hér- aðið með því. Það var einhver leiftrandi mögnun,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.