Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI okkar og tveir síðustu áfangarnir 1918 og 1944 eru tengdir stórviöburðum úti i lieimi. Þetta held ég, aS stórskáldiS Einar Benediktsson hafi skiliS manna bezt og birt í draumum sínum og fyrirætlunum aS beizla orku landsins og gera okkur efnalega frjálsa. En þessu held ég einnig, aS stjórnmálamennirnir margir, sem þóltust Einari raunsærri, hafi gleymt og ekki grunaS aSra sjálfstæSisbaráttu en þrefiS viS Dani. ForgöngumaSur ungmennafélaganna Tryggvi Þór- hallsson sagSi eitt sinn, aS auSvitaS vildu félögin skilnaS viS Dani. „En þau vilja ekki vinna aS þvi meS háværum pólitiskum gauragangi. Þau vilja vinna aS því aS þroska og mennta félaga sína og meS þvi aS græða og efla landiS. Og þaS er eini vegurinn til þess aS ná því marki.“ Jónas Jónsson annar aSal forvígismaSurinn ræSir um glamur stjórnmálamannanna og svo markvisst uppbyggingarstarf hins vegar. I lögum og stjórnar- skrám felist ekki full trygging frelsisins. NiSurstaSan geti aSeins orSiS pappírsfrelsi. Jónas tekur dæmi miS- uS viS ástandiS í lieiminum eins og þaS var þá. Spán- verjar séu aS nafninu til sjálfstæSir, en landiS í ó- rækt, gæSi þess litt nýtt og fjármálin i ólestri. Sama sé aS segja um ítali. Hinsvegar séu svo Finnar stjórn- arfarslega tengdir Rússum, en i þjóölifi þeirra sé grózka og heilbrigSi og sé jafnt andleg menning sem líkamsrækt meS blóma. PappirssjálfstæSiS sé formiS eitt, þjóSlífiS veruleikinn. Sú þjóS sé sjálfstæS, segir Jónas, sem velur sér lífvænleg viSfangsefni, ræktun landsins og þroska æskulýösins. ÞaS má segja aS Stephan G. Stephansson sýni okk- ur kjarna þessa máls sbr. framansagt í kvæSi sinu Landnámsmaðurinn. KvæSiS er aS vísu mótaS af harSæri því, er gekk yfir land okkar á síSustu tugum 19 aldar. KvæSiS bregSur upp mynd af landinu, er

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.