Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI Til þess að skýra hlaupið nánar, tel ég hentugast að lýsa starfslilaupi, sem við Sigurður Greipsson skólast.ióri Hauka- dalsskólans létum nemendur skólans keppa í, skömmu fyrir jól. Vegalengd hlaupsins var rúmlega 2 km. og störfin 5. Hlaupaleiðin ló aðallega um þýfða móa, bæði upp i inóti og niður í móti og tvisvar var farið yfir mjóa göngubrú. Þegar brautin (leiðin) er „lögð“, má gera það á sama hátt og gert er í víðavangshlaupum, þ. e. a. s. með vissum milli- bilum stungið niður veifum, stráð sagi eða steinar litaðir. Þessi leiðarmerki ávallt höfð á vinstri liönd, þegar farið er fram hjá þeim. Aldrei má leiðin vera það þröng, að eigi geti þrír hlaupið samsíða. Nú er svo um starfshlaup, að komið er fyrir vissum starfs- stöðvum á leiðinni með vissum millibilum. Á hverri starfsstöð er vörður, svo að þeir marka vel Ieiðina, en þurfi að hafa sveig ó leiðinni milli stöðva, verður að marka sveiginn með einhverju, eins og fyrr er sagt. HAUKADALSHLAUPIÐ: .......................Nr.: (Nafn þátttakenda) Komu- tími Burtf.- tími Tími alls Tíminn mín. sek. 1. Rúmmól: Fyrir hvern litra of eða van + 1 sek. 2. Þyngd: Fyrir livert kg of eða van + 10 sek. 3. Lengdarákvörðun: Fyrir hvern m. of eða van + 5 sek............................. 4. Skilaboð: 1, 2 og 3: Fyrir livert rangt skila- boð + 100 sek........................... 5. Þekking: Svar 1, 2 og 3: Fyrir hvert rangt svar + 100 sek.......................... Samtals:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.