Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 44
44 SKINFAXI Snúningsgildrur: Fjarlægðin milli planka í snúningsgildru sé samræmd lengd ökutækjanna, svo að aðstaða sé jöfn fyrir þau öll. — Fjarlægð milli framöxuls livers ökutækis og óxuls tilheyrandi kerru sé mæld. Sé fjarlægð þessi 5.75 m, á breidd milli plankanna, þar sem ekið er inn í gildruna að vera 4 m. Sé fjarlægð milli öxla minni en 5.75 m, þá þreng- ist op giidrunnar um 50% af því sem bilið milii öxla minnk- aði, t. d. sé fjariægðin 4.75, minnkar um 1 m, þá þrengist opið um 50 cm — verður 3.50 m. Sá liluti gildrunnar, sem bakkað er inn í hefur ávallt sömu fjarlægð milli pianka (3 m.; Bökkunarplanki: Plankinn, sem bakkað er eftir sé 10 m lang- ur og 25 cm breiður. Öll hjólin öðru megin verða að fara eftir plankanum. Ekki má gera nýja tilraun fyrr en lijól er komið alveg út af planka. Við hverja nýja tilraun verð- ur að aka að stilli framan við plankann og hefja bökkun þaðan. Dómarar og starfsmenn: Fjórir dómarar, tveir timaverðir. — Dómarar vinna saman tveir og tveir. Aðrir dæma akstur í gegnum litið og bökkun eftir planka. Hinir dæma akstur í gildru og aksturslag. — Þessir dómarar sitja i kerrunni meðan Ieiðin er ekin. — Meginreglan í stigaútreikningi er frádráttur frá hinni hæstu mögulegu stigatölu hvers at- riðis (20 stig). — Auk þessara starfsmanna þarf mótsstjóra, 2 ritara til þess að reikna út stig hvers keppenda, og af- henda útkomuna mótsstjóra, sem tilkynnir áhorfendum. Þá þarf hliðverði — einn við hvert hlið — til þess að annast rétta fjarlægð milli stólpa, 2 mælingamenn, til þess að mæla ökutækin og festa á þau tréborð til breikkunar, og 2 menn til þess að aðlaga snúningsgildruna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.