Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 47

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 47
SKINFAXI 47 FRETTIR og FELAG8IVIAL íslenzkar getraunir. Undirbúningur íslenzkra getrauna um íþróttakappleiki hélt áfram í vetur. Menntamálaráðherra veitti Iþróttanefnd ríkis- ins leyfi til þess aS reka þá starfsemi að settri reglugerS, meS bréfi, dags. 13. nóv. IleglugerS var síSan samin af undirbún- ingsnefnd íslenzkra getrauna og send menntamálaráðuneytinu til staðfestingar. íþróttanefnd ríkisins hélt fundi meS íþrótta- forustunni um reglugerðina og mættu á þeim m. a. stjórn U. M.F.Í. og Í.S.Í., formenn sérsambandanna o. fl. Virtist vera fullkominn samhugur um framgang málsins og fyrirkomulag. Skipulagið er þannig, aS stofnunin er rekin af íþróttanefnd rikisins og á ábyrgð íþróttasjóðs og ræSur hún framkvæmdá- stjóra. MenntamálaráSuneytiS skipar þrjá menn í stjórn fyr- irtækisins til þriggja ára í senn. Helmingur tekna greiðist sem vinningar til þátttakenda, hinn helmingur fer í íþrótta- sjóð, að frádregnum reksturskostnaði og varasjóðstillagi. Stefnt er að því að rekstur geti hafizt síðla vetrar. Kjartan Jóhannesson, söngkennari frá Ásum, hefur kennt söng og orgelspil lijá nokkrum Umf. á Suðurlandsundirlendinu á þessum vetri, að tillilutun U.M.F.Í. eins og undanfarin ár. í. S. í. átti 40 ára afmæli 28 janúar siSastliðinn. Var því sýndur margvislegur sómi i tilefni af afmælinu. Var forseti þess m. a. sæmdur sænsku Vasaorðunni. Norrænt æskulýðsmót verður að þessu sinni lialdið í Vraa í Norður-Jótlandi, dagana 1.—7. júli. Jens Marinus Jensen, formaður dönsku ungmenna- félaganna, sem sér um undirbúning mótsins, hefur skrifað U.M.F.Í. og livatt íslenzka ungmennafélaga lil að fjölmenna á mótið. Stjórn U.M.F.Í. vill eindregið taka undir það og biður þá ungmennaféiaga, sem hugsa sér að mæta þar, að tilkynna það ekki seinna en 1. júní til skrifstofu U.M.F.Í.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.