Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 41
SKINFAXI 41 öllum, sem efna vilja til móts í starfshlaupi, á þessar glöggu reglur. Daginn eftir að námssveinar Haukadalsskólans höfðu keppt í starfshlaupi, komu þeir til okkar Sigurðar og óskuðu ákveð- ið eftir því að fara að nýju i starfshlaup þá um daginn. Einnig varð ég þess oft var næstu daga, að piltarnir voru að spyrja hver annan: „Ilve langt, hve þungt, o. s. frv., svo auð- heyrt var að hlaupið hafði náð hug þeirra. Við Sigurður Greipsson ræddum okkar í milli um gildi hlaupsins og komumst að þeirri niðurstöðu, að það er marg- þætt: 1. Eflir athygli, 2. — nákvæmni, 3. — festu, vinnur gegn flaustri, 4. — viðbragðshæfni, og sé hafðar með vinnuþrautir, t. d. negla saman fjalir á viss- an hátt, gróðursctja tré o. s. frv., eflist vandvirkni, en vegna stutts undirbúnings gátum við elcki haft neitt slíkt starf, sem krafðist verklægni og útsjónarsemi. Slik störf verður ávallt að meta til stiga, en vart hægt að leggja á þau beinan stærðfræðilegan útreikning. Spurningar í starfshlaupi skulu ávallt varða eitthvað nærtækt úr atvinnu- lífi, náttúru og þjóðlifi. Góðir ungmennafélagar! Reynið hvern annan i starfshlaupi. Það mun færa ykkur holla hressingu, eins og öll lilaup, á- nægju og gleði í samveru góðra félaga — og siðast en ekki sízt, mun það þroska ykkur til betri og fullkomnari vinnu- afkasta. Starfshlaupið á því rétt á sér í verkefnum ungmennafélaga. Það verður eitt af keppnisgreinum Landsmótsins að Eiðum næsta sumar. Búið ykkur undir þátttöku i Eiðahlaupinu. Æfið vel undir Eiðamótið, því með æfingunum vinnum við bezt — íslandi allt!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.