Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 32
32 SICINFAXI þannig, eins og hann Ari Guðmundsson gat um áðan, að konur og kai’lar úr félaginu komu þarna saman nokkur kvöld, tóku til hendinni svo að úr vai’ð laug, og liægt var að kenna þar sund. Sennilega hefur sú sundlaug verið óbrotin og fátækleg samanborið við hina góðu laug, sem hér er nú við liúsvegginn — stei'k og yfirlætislaus, — en hún kom samt að notum í það skipti og oftar. Mér er vel minnisstætt þetta sundmót, eiginlega alveg eins og það hefði gerzt í dag. Sjálfur var ég ekki syndur í þá daga, og þótti ef til vill enn þá meira til mótsins koma þess vegna. Man ég vel flesta keppendui’. Sumir þeii-ra eru hér nú staddir. Þótt hins vegar nokkrir séu horfnir af sjónarsviði okkar bak við tjaldið mikla. Ef þetta sundmót er boi’ið saman við sundmót þau, sem við nú lesum daglega fregnir af, þá er það sérstaklega eftirtektarvert, að |xað er háð í köldu vatni. Þátttakendur settu það ekki fyrir sig að fara í kalda vatnið. Nú þykir ekki boð- legt að heyja kappsund, nema í heitu vatni, jafnvel lielzt í yfii’byggðum laugum. 1 þessu sambandi má minnast á það, að enda þótt notalegt og sjálfsagt sé að læra sund í heitu vatni, þá er ekki síður hress- andi og lífsnærandi að iðka höð og sund í svölum sjó og köldu vatni. Brautartungulaug er einmitt þannig í sveit selt, að auðvelt er að skreppa í kalda vatnið samhliða því, sem menn iðka sundið í heitu laug- inni. I>ví er þannig varið með flestar jurtir, að þær breyta ekki um dvalarstað af sjálfsdáðum. Þær lifa lífinu í þvi umhverfi, sem forlögin hafa gróðursett þær i. Þær falla að jafnaði vel við umhverfið og virð- ast óaðskiljanlegur hluti þess. Þar sóma þær sér bezt, margar hvei'jar. Sennilega er þessu líkt varið með okkur mennina, ef betur er aðgáð. Að vísu getum við

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.