Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1952, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 lík er í dag engu síður raunhæf slaðreynd en konnn- únisminn. sbr. þjóðernishreyfingar Austurlanda, sem þegar hafa valdið miklum tíðindum og munu valda. Satt er það að visu, að þjóðfrelsishreyfingar róman- tísku stefnunnar hafa stefnt að sundrungu, en það þykir þó liafa sannast nú austur í Indlandi, að þar hefur miklu meiri sameining orðið en menn gat dreymt um fyrirfram. Þjóðernishreyfingar er þörf, en það þýðir ekki einangrun eða afskiptaleysi af málum þjóða, er samstöðu hafa með okkur, staðhátta vegna og annars. Menn vilja skeleggar yl'irlýsingar og vitna til fyrri baráttu félagsskaparins. Það er rétt, að Umf. beittu sér af harðfylgi gegn Dönum. En menn hafa varla gert sér grein fyrir sérstöðu félaganna. Ég tel, að Umf. hafi skilið öðrum betur hver er kjarni sjálf- stæðisbaráttu okkar Isiendinga. Það tók Rómverja hina fornu ærinn tíma að hrjótast til fullra valda á gjörvallri Italiu. Sú barátta var næsta blóðug og áframliald liennar vaxð svo baráttan til heimsyfir- ráða, en hvort tveggja baráttan leiddi til vanrækslu sjálfs landsins, gróðurs og gæða Ítalíu. Við íslend- ingar höfum í rauninni ávallt átt í einni sjálfstæðis- baráttu og eigum enn, en hún er við „rok og eld og sand“ við óblíðu veðurfars hér, úfinn sæ og gi-ýttan jai’ðveg og magran, einangrun og torfærur. Með eld- um og ísum gengu svo til haráttu við okkur einokun og erlend áþján eða réttar sagt: Ollu ]xví, að við urð- um að bei'jast í lilekkjum okkur til lífsbjargar og gáturn ekki numið þetta land né unnið það og oi'ðið þannig þjóð í eigin landi. Baráttan við hið ei'lenda vald var sjálfsögð, en hún var ekki allt okkar barátta. Sigrar okkar á þeim vettvangi unnust fyrir fói-nir góðra íslendinga, en þvi má ekki gleyma, að jafn- vel Jón Sigurðsson hefði mátt sín lítils, ef hann hefði ekki skynjað, hvert stefndi um þróun mála í álfu 1*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.