Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 4
100
SKINFAXI
-— Mjög góðar, eiginlega betri en ég bjóst við. Auð-
vitað er þetta á byrjunarstigi hjá okkur, og því erfitl
um vik í ýmsum atriðum. En fólk virtist fá áhuga fyrir
þessum efnum. Bændur og margt eldra fólk sýndu
mikinn skilning á málinu og beinan stuðning við það.
Varð ég þess víða var, að eldi’a fólk minntist þess, að
dr. Guðmundur Finnbogason hafði rætt og ritað um
starfskeppni í vinnubrögðum, enda hefur kappsláttur
og kapprakstur allmjög verið tíðkaður i ýmsum sveit-
um um langt skeið. Starfskeppni er því ekkert nýlt
fyrirbæri hér á landi, þótt ekki bafi þar verið um skipu-
lagðan félagsmálaþátt að ræða eins og starfsíþróttum er
ætlað að verða.
— Hvað tclur þú svo mikilsverðasta atriðið í starfs-
iþróttamálunum á síðastliðnu sumri?
— Tvímælalaust starfsíþróttamótið 1 Hveragerði 13.
september.
— Já, auðvitað. Kannske vildir þú skýra frá þessu
móti, svo lesendur sjái það svart á hvítu, að hér er um
merkilegt málefni að ræða.
— Mjög gjarnan. Þetta mót í Hveragerði sannaði
það áþreifanlega, að starfsíþróttir, þ.e. keppni í marg-
víslegum starfsgreinum, eru bið merkasta viðfangsefni,
þátttakendum vænlegt til þroska og áhorfendum til
mikillar ánægju. — Þetta mót er fyrsta starfsíþrótta-
mótið, sem háð er hér á landi. Því var mikils um vert,
hvernig tiltækist. U.M.F. ölfusinga sá um mótið, en rétí
til þátttöku höfðu öll félög á umráðasvæði Skarphéðins.
Mátti hvert félag senda tvo lceppendur i hverja grein.
Einstaklingskeppni var, og einnig stigakeppni nnlli
félaga. Níu félög tóku þátt í mótinu, en keppendur
voru alls 68. Keppt var í 8 greinum. Voru þær þessar:
Dráttarvélaakstur, Hestadómar, Lagt á borð, Línstrok,
Nautgripadómar, Sauðfjárdómar, Starfshlaup, Þríþraut
kvenna.
Mótið átti að fara fram á svæði þvi, er landsmótið