Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 15
SKINFAXI 111 Vöglum. Á milli þessara dagskrárliða söng karlakórinn Heim- ir, söngstjóri Jón Björnsson, ljóð eftir Stephan G. Er forsætisráðherra hafði flutt ræðu sína (hann talaði næst á eftir formanni U.M.S.S.), ávarpaði Eyþór Stefánsson, form. Stephans G.-nefndarinnar, dóttur skáldsins, frú Rósu Bene- diktsson, og bað hana að afhjúpa minnisvarðann. Að því loknu afhenti Eyþór Skagfirðingum og þjóðinni allri minnisvarðann til eignar og varðveizlu. Þá færði hann frú Rósu Islendinga- sögurnar að gjöf frá nefndinni, til minningar um daginn og þennan merkilega atburð. Að þessu loknu flutti Rósa stutta ræðu og þakkaði alla vin- semd í sinn garð og heiður þann, er sér og föður sínum hefði verið sýndur af Skagfirðingum. Sérstaka ánægju lét hún í ljósi yfir því, að samtök ungmennafélaganna í héraðinu skyldi hafa haft forgöngu um byggingu þessa myndarlega minnisvarða. Minnisvarðinn er þrí- strend varða, hálfur metri á hæð og um 8 metrar um- máls að neðan. Randir hennar eru hlaðnar úr stuðlabergssúlum, sem rísa hver af annarri. Stuðla- bergið er úr sjávarhömr- um við Hofsós. Hlíðar vörð- unnar eru úr brimsorfnu blágrýti úr Naustavík í Hegranesi. í miðja hlið- fletina eru hlaðin allstór hellubjörg úr fjallskriðum á Reykjaströnd. Þá er'mi«- litu smágrýti hlaðið með og er það úr árgili við Fagranes á Reykjaströnd. Loks eru þrír sólarópalar úr Glerhallavík, sinn yfir hverri hellu. Þrjár upphleyptar eirmyndir eru festar á vörðuna, sín á hverja hellu. Vatnsskarðsmegin er skáldið sem hjarðsveinn með hund sinn og bók. Hann ber hönd fyrir augu og horfir yfir Skagafjörð og Drangeyjarsund. Á þá mynd er letrað: Komstu skáld í Skagafjörð, þegar lyng er leyst úr klaka- laut, og yfir túnum vaka börnin glöð við gróðurvörð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.