Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 13
SKINFAXI
109
Hópur á mótinu í Vierumáki.
þetta efni upp aftur á næsta móti, sem haldið verður
að Laugarvatni í býrjun júlí 1954.
Þarna voru aðstæður til íþróttaiðkana hinar beztu.
Fórum við í 1)1 ak og syntum í vatninu, fórum
í finnskt gufubað og nutum þess ágætlega. Á kvöldin
var svo farið í leiki og dansað, einnig gafst gott tóm til
frjálsrar kynningar, og var það vel þegið að geta
rætt í næði við náungann um sameiginleg hugðarefni.
— Dagurinn hófst með fána-hyllingu og á kvöldin
voru þessir fiihm fögru krossfánar dregnir niður liiið
við hlið. - Þetta var norrænt mót og undarlega lítill
þjóðarmunur var gerður. Þetta varð smám saman
samrýndur hópur, ein norræn fjölskylda, sem vildi
vinna að sama marki. Þótt ýmislegt væri ólíkt, hæði
með einstaklingum og ])jóðum, þá undurn við okkur
vel í slcjóli krossfánanna, sem blöktu hlið við hlið
meðan dagur var, og vonandi verður norrænt samband
og samvinna öflugri með ári hverju, svo að okkur