Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 24
120
SKINFAXI
Tillögur um íþröttakeppnl á Sands-
motinu 1955
Sambandsráðsfundur U.M.F.Í. sem haldinn var i
Reykjavík 3. og 4. okt., gerði tillögur um að keppt
yrði í þessum íþróttagreinum á næsta landsmóti:
1. Frjálsar íþróttir:
a) Hlaup: 100 m, 400 m, 1500 m, 5000 m, víðavangshlaup
3000 m, boðhlaup 4x100 m, 80 m hlaup kvenna og 4x80
m boðhlaup kvenna.
b) Stökk: Langstökk, þrístökk, hástökk, stangarstökk. Enn
fremur langstökk og hástökk kvenna.
c) Köst: Kringlukast, kúluvarp, spjótkast og kúluvarp
kvenná.
2. Sund:
Karlar: 100 m bringusund, 100 m frjáls aðferð, 1000 m frjáls
aðferð, 4x50 m boðsund — frjáls aðferð.
Konur: 100 m bringusund, 50 m frjáls aðferð, 500 m frjáls
aðferð og 4x25 m boðsund — frjáls aðferð.
3. Glíma: Glímt verður i einum flokki.
4. Handknattleikur: Keppni milli beztu kvcnflokka hvers hér-
aðssambands. Tillögur verða síðar gerðar um lceppnis-
greinar í þeim.
5. Starfsíþróttir.
Ungmennafélög, sem vildu bera fram breytingartillögur
við þessi drög sambandsráðsfundarins, þurfa að senda þær
til stjórnar U.M.F.Í. fyrir 1. sept. 1954.
Reynt verður að efna til hópsýningar karla og kvenna
í fimleikum og þjóðdönsum. Héraðssamböndin eru
hvött til að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að
slíkar hópsýningar geti orðið. Verður samin tíma-
seðill i fimleikum, sem öll félög gætu æft eftir, sem
hugsa sér að senda hóp l'imleikafólks á mótið.
Mótsdagar verða tveir eins og áður. Forkeppni verð-
ur einkum fyrri daginn. Mótið verður keppnismót milli
héraðssambandanna og í öllum íþróttagreinum verða
reiknuð stig á 6 þá fyrslu; þannig að sá fyrsti hljóti
6 stig og sá sjötti 1 stig.
Frá sama héraðssambandi mega mesl keppa 4 í