Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 55

Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 55
SKINFAXI 151 félagsins telur 380 bindi. Farin skemmtiferð inn í Þórsmörk og víðar um Rangárvallasýslu. Þátttakendur 32. Umf. Hvöt, Grímsnesi, lék „Happið“ tvisvar. Hélt námskeið í dönsum. Bókasafn félagsins telur 1250 bindi. Umf. Ölfusinga gróðursetti 830 plöntur i reit sinn að Hjalla. Vann að framhaldsbyggingu sundlaugarinnar í Hveragerði. Hóf byggingu á skiðaskála í Reykjadal. Raflýsti skíðabrekku á Reykjum. Helztu umræðuefni félaganna voru: Raforkumál. Esperantó. Starfsíþróttir. Hvers vegna flytur unga fólkið úr sveitunum? Hver var merkasti landnámsmaðurinn ? Hvort er betra að vera giftur eða ógiftur? Hvaða kostir prýða konu mest? Áfengismál. Þurfum við presta? Hver var merkasti atburður síðasta árs? Æskileg húsaskipan og umgengni á sveitarbæjum. Örnefna- söfnun. í livaða sveit er bezt að búa? Hvernig á unga fólkið að skemmta sér? Er ísland byggileg eyja? Kvenréttindi. Út- varpið. Tízkan. Hvaða sálmur, sem þú kannt, þykir þér fal- legastur? Ilvaða atvinnuvegur er íslendingum þýðingarmestur? Samvinna í verzlun og framleiðslu. Ferðamenning. Skyldu- sparnaður og fjármál. Félag í Norðurlandi segir: „Áfengisneyzla er engin meðal félagsmanna. Engin kona neytir tóbaks og enginn karlmaður innan þrítugs.“ Það væri vel, að slík reglusemi og menning ríkti sem víðast. Þessi sambönd sendu skýrslur frá öllum félögum sínum: U.M.S. Kjalarnesþings, Strandasýslu, Skagafjarðar og Eyjafjarð- ar. 1 til 2 skýrslur vantar frá þessum samböndum: U.M.S. Borgarfjarðar, Dalasýslu, S.-Þing., V.-Skaft. og Iléraðssamband- inu Skarphéðni. Frá öðrum eru skilin lakari, en misjafnt þó. Fyrir 1. maí ár hvert ber héraðssamböndunum að hafa sent skýrslur frá öllum félögum sinum. D. Á. Hópferð Umf. til Norðurlanda. á síðastliðnu sumri heppnaðist i alla staði ágætlega. Þátt- takendur í förinni voru 27. Fararstjóri var Ingólfur Guðmunds- son á Laugarvatni. Ferðin stóð yfir frá 11. júní til 2. júlí, og var farið til Norðurlandanna þriggja, Noregs, Danmerkur og Sviþjóðar. Létu þátttakendur í ljósi mikla hrifningu yfir för- inni og töldu hana bæði ánægjulega og lærdómsrika. Sökum rúmleysis í þessu hefti, verður frásögn af þessari fyrstu hópferð U.M.F.Í. að bíða næsta heftis. Þeirri grein fylgja myndir úr ferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.