Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 15

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 15
SKINFAXI 111 Vöglum. Á milli þessara dagskrárliða söng karlakórinn Heim- ir, söngstjóri Jón Björnsson, ljóð eftir Stephan G. Er forsætisráðherra hafði flutt ræðu sína (hann talaði næst á eftir formanni U.M.S.S.), ávarpaði Eyþór Stefánsson, form. Stephans G.-nefndarinnar, dóttur skáldsins, frú Rósu Bene- diktsson, og bað hana að afhjúpa minnisvarðann. Að því loknu afhenti Eyþór Skagfirðingum og þjóðinni allri minnisvarðann til eignar og varðveizlu. Þá færði hann frú Rósu Islendinga- sögurnar að gjöf frá nefndinni, til minningar um daginn og þennan merkilega atburð. Að þessu loknu flutti Rósa stutta ræðu og þakkaði alla vin- semd í sinn garð og heiður þann, er sér og föður sínum hefði verið sýndur af Skagfirðingum. Sérstaka ánægju lét hún í ljósi yfir því, að samtök ungmennafélaganna í héraðinu skyldi hafa haft forgöngu um byggingu þessa myndarlega minnisvarða. Minnisvarðinn er þrí- strend varða, hálfur metri á hæð og um 8 metrar um- máls að neðan. Randir hennar eru hlaðnar úr stuðlabergssúlum, sem rísa hver af annarri. Stuðla- bergið er úr sjávarhömr- um við Hofsós. Hlíðar vörð- unnar eru úr brimsorfnu blágrýti úr Naustavík í Hegranesi. í miðja hlið- fletina eru hlaðin allstór hellubjörg úr fjallskriðum á Reykjaströnd. Þá er'mi«- litu smágrýti hlaðið með og er það úr árgili við Fagranes á Reykjaströnd. Loks eru þrír sólarópalar úr Glerhallavík, sinn yfir hverri hellu. Þrjár upphleyptar eirmyndir eru festar á vörðuna, sín á hverja hellu. Vatnsskarðsmegin er skáldið sem hjarðsveinn með hund sinn og bók. Hann ber hönd fyrir augu og horfir yfir Skagafjörð og Drangeyjarsund. Á þá mynd er letrað: Komstu skáld í Skagafjörð, þegar lyng er leyst úr klaka- laut, og yfir túnum vaka börnin glöð við gróðurvörð!

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.