Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 13
SKlNFAXt 61 Kristinn J. Magnúss., málari, form. Magna síöastliðin 15 ár. Sigvaldi Jóliannsson, garðyrkjum. í Hellis- gerði um áratug. Var það samþykkt. Skemmtunin var lialdin í Hellis- g,erði 24. júní 1923. Þá voru útiskemmtanir ekki eins algengar og nú er, og vakli skemmtunin mikla athygli. Skilaði hún miklu í aðra hönd, eða rúmum tveim þús- undum króna. Bæjarstjórinn, Magnús Jónsson sýslu- maður, afhenti, Magna þá formlega Hellisgerði, en formaður félagsins, Valdimar Long, veitli þvi viðtöku og flutti vígsluræðuna. Samkoma þessi var nefnd Jónsmessuhátíð, og svo liafa hinar árlegu útiskemmt- anir Magna til fjáröflunar fyrir ræktunarstarfið í Hell- isgerði jafnan verið nefndar. Þóttu þær fyrr á árum mikill viðhurður í Ilafnarfirði, enda var ávallt vel til þeirra vandað. Ekki jjótti tiltækilegt að halda Jónsmessuhátíðina árið eftir (1924) í Gerðinu, þar sem nú var þar kom- inn viðkvæmur nýgræðingur. Var skemmtunin hald- in á ýmsum stöðum í Hafnarfirði næstu árin. Það var ekki fyrr en sumarið 1936 að fært þótti að opna Hellisgerði fyrir Jónsmessuhátíðinni, á ný. Síðan liefur hún verið haldin i Gerðinu. Fyrst framan af var Jónsmessuhátíðin aðaltekju- lind Hellisgerðis. Sést það gjörla al’ því, að eftir 10

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.