Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 43
SKINFAXI 91 Jökullinn sctur upp kúfinn. Heyrðu lagsmaður, hann cr búinn að setja upp pottlokið. Eg lmippi í Ólaf um leið. — Ha, hver? Já, Drangajökull, segir Ólafur. Og satt er ]>að. Þykkur þokukúfur hlassar sér neðar og neðar á jökulinn. — Skyldi hún ælla að ná okkur, sú gráa? segir Ólaf- ur um lcið og við stöndum upp. Það cr ekki gott að segja, en nú er lekið að þykkna i lofti og sólar nýtur minna en áður. Nú fara að koma snjóskaflar við og við, og gróður er tekinn að fá á sig háfjallasvip. Það er mest mosi, sem liér vitnar um lífið. En þó sjást hér einstaka harð- fengar jui tir aðrar, svo s,em jöldasóley, sem grær hér ein og öðrum óháð. „Væri ég blómstur, þá veit það mín trú, að vildi ég, fjallablóm, lifa sem þú.“ múldra ég um leið og við höldum áfram, svona til þcss að gefa þessum litla jurtarikishorgara viður- kenningu fyrir dugnaðinn. Annars er hér ekkert kvikt sjáanlegt, nema flugur, enda erum við nú að komast að allstóru vatni, sem nefnist Mýflugnavatn. Liggur það í dalverpi með lágum fjöllum í kring, og er apal- urð og snjóskaflar hið næsta vatninu. Þó er þar ekki slæmt yfirferðar. Við göngum meðfram vatninu, og síðan upp mcð á, sem fellur í vatnið. Þegar þessi á hefur horfið undir stóran skafl, finnst okkur réttast að athuga kortið og horða. Þá er bezt að verða tvisvar feginn, segir Ólafur og sezt á stein. Ég geri slíkt Iiið sama. Síðan borðum við brauðhita, ögn af súkkulaði og drekkum tærl fjallavalnið með. Þetta er óbrotin máltíð, en gc>ð. Við herum ekki með okkur of mikinn mat. Er við höfum matazt, er okkur orðið nægilega svall til þess að ganga rösklega upp hálendið, því að enn-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.