Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 29
SKINFAXI 77 Linurit geta i sumum tilfellum verið mjög gagnleg. Samt sem á'öur ber að varast aÖ nota ljau of mikið. Linurit eiga að vera snoturlega útbúin og auðskiljanleg. Eins og önnur tæki á aðeins að sýna línuritið, þegar þarf að útskýra það fyrir áheyrendum. Sýnanda ber að vanda framsetningu, þeg- ar hann talar til áheyrenda. Forðast ber orðaval, sem hljóm- ar líkt og skipanir til áheyrenda eða að verið sé að þröngva skoðunum sýnanda upp á þá. Til dæmis er betra að segja, þegar ráðleggingar eru gefnar: „Við höfum komizt að raun um, að þriggja daga gömul egg eru bezt fyrir ....“ eða „Lað er ráðlagt að nota sápu og vatn fyrir ....“. Forðist, ef mögulega verður hjá því komizt, að nefna verzlunarheiti vörutegunda. Ef þörf er á viðbótartilvitnunum þá skirskotið til áreiðan- legra heimilda. Skapið stígandi áhuga á verkefninu, sem jjið eruð að sýna. Haldið stigandanum, unz verksýningunni er lokið. Munið að þið eruð að færa áheyrendum lieim sanninn um ágæti liug- mynda ykkar og að þeir eru líklegri til að samþykkja hana, ef þið sjálf sýnið einlæga trú á lienni. 3. Yfirlit. Vekið atliygli á þróun verksins af einu stigi á annað. Gefið áheyrendum skira mynd af aðferðinni og gildi hennar. Gerið jjetta með stuttu yfirliti. Drepið á fáein aðal- atriði sýningarinnar. Þetta hefur sterkari áhrif á áheyrend- ur og gerir þeim fært að festa betur í minni heildarsvip sýn- ingarinnar. Flytjið yfirlitið hressilega og án vafninga og minnizt aðeins mjög stuttlega á hvert atriði. Varizt að hafa yfirlitið svo nákvæmt, að það nálgist að vera endurtekning sýningarinnar. Hvetjið til spurninga. Öruggur vottur árangursríkrar verk- sýningar er það, þegar áheyrendur varpa fram mörgum spurn- ingum, að yfirlitinu loknu. Þegar áheyrandi ber fram spurn- ingn, þá á sýnandi að fullvissa sig um að allir liafi heyrt liana. Það er stundum gott að endurtaka spurninguna, áður en farið er að svara henni. Oft má líka fella spurninguna inn i svarið. Fer vel á að nota báðar aðferðirnar, það eykur fjöl- breytni. í tvimennings sýnikennslu er ágætt að skiptast á um að svara spurningunum. Ef annar aðilinn fær spurningu, sem hann getur eklci svarað, jjá ber honum að viðurkenna ljað að beina henni lil samverkamannsins. Geti hinn ekki heldur svarað spurningunni, jjá ber að lýsa yfir, að hvorugur sýn- enda viti svarið, eða að jjetta alriði hafi ekki komið fyrir í starfi þeirra. Munið að sýna ætíð vilja til að svara spurningu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.