Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 25
SKINFAXI 73 til íþróttalegra átaka við liina norðlenzku íþróttagarpa. Þessi átök verða til þess að vekja nýja vakningaröldu, sem rís liæst, er Iandsmót U.M.F.Í. er liáð í Reykjavík 1911. — Það mót teljum við móður allra leikmóta. Á þessu móti her einna mest á reykviska iþróttamanninum Sigurjóni Péturssyni. Nú þegar ég rita þennan þátt er líkams- táp þessa ágæta íþróttamanns og iþróttafrömuðar þorrið. Rödd hans og fas. líkamsburðir og þrek, frækni og drengskapur, athafnir og örvanir tilheyra minningunum — en þær minn- ingar munu lifa meðan íþróttir eru iðkaðar á íslandi, því að Sigurjón á Álafossi mun ávallt gnæfa liátt í sögu þeirra. Hann kemur snemma auga á gildi iþrótta og iðkar íþróttir fram til hins síðasta. Brjóstveill og eitlasjúkur tekur liann að iðka íþróttir sér til heilsubótar, og' hann nær heilsu og góðum þroska fyrir þrautseigju sína við iþróttaiðkanir. Samliliða þeim er hann vandlátur og nákvæmur á mat þann, sem á að byggja hans vaxandi líkaina. Á gamals aldri berst hann við ellina með íþróttaiðkunum, meira að segja leggur á sig vetur- inn 1947—’48 þátttöku í þjálfun þeirra íþróttagarpa, sem húa sig undir þátttöku i Ólympíuleikum sumarsins 1948, og hann er þá enn sérstæður í vali sínu á fæði. Siðastliðið sumar er hann þátttakandi í samndrrænu sundkeppninni. Sigurjón á Álafossi er fordæmi okkur öllum að staðfestu og ötulleika, í því að vinna allur hugsjón sinni, missa aldrei sjón- ar á markinu, vera staðfastur og heill. Byrjunin var honum aldrei nóg i neinu, sem liann tók sér fyrir, lieldur áfram- lialdið. Sóknin áfram var honum sígilt viðfangséfni, og þetta einkenndi öll lians störf, þó þau væru sum all-óskyld: íþrótt- ir og sálarrannsóknir, náttúrulækningar og stóriðja, ritstörf og mótun krossa úr Heklueldum. Bakhjarlsins eða uppistöð- unnar í þessari staðfestu er að leita i þeirri skapliöfn, sem íþróttaiðkanir þroskuðu með honum í æsku. Megi minning þessa mæta íþróttamanns og iðjuhöldar vera hvatning æsku íslands. Megi æska íslands öðlast álíka stað- festu og liollustu lil lausnar þeim verkefnum, sem henni eru og verða falin. Þá mun allt það, sem byrjað er á og á rétt á sér, verða borið fram til þroska og velgengis fyrir liina is- lenzku þjóð. Æfum staðfastlega undir landsmót U.M.F.Í. og gerum þátt- töku okkar í því móti glæsilega, svo að liún varpi inn i fram- tíðina engu minni ljóma en jiann, sem stendur af starfi frum- herjanna. Þorsteinn Einarsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.