Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 38
86 SKINFAXI í niðaþoku á Glámu ( (Gömul dagbókarblöð). (Sumarið 1937 fóru ]jcir Ólafur Þ. Kristjánsson og Stcf- án Júlíusson gangandi frá Þingvöllum allar götur vestur í Onundarfjörð. Hér er sagt frá síðasta áfanganum í ferð- inni, frá Múla í ísafirði, næstinnsta bæ í ísafjarðardjúpi, lil Kirkjubóls i Bjarnardal i Önundarfirði, yfir Glámu.) Ferðamaðurinn er veðrinu háður. Það fyrsta, sem við gerum, þegar við vöknum, cr að líta út um gluggann og gá til veðurs. Engu er ferðamaðurinn eins háður og veðrinu. — Þess vegna er fyrsta spurning hans á morgnana, hvernig veðrið sé, og um leið og hann leggur höfuðið á koddann á kvöldin, muldrar liann við sjálfan sig eða félaga sinn: Hvernig skyldi v.eðrið nú verða á morgun? Annars erum við Ólafur ósköp lítifþægir í þessuin efnum. — Það er ekki von, að alltaf sé sólskin, segjum við, þegar dregur fyrir sólina. — Og það er ekki von, að alltaf sé þurrt, segjum við, þegar skúr kemur. En kannski er þessi hæv,erska bara vegna þess, að yfirleitt cr veðrið alltaf sæmilega gott. En nú ríður sérstaklega á því, að veðrið sé veru- lega gott, því að i dag ætlum við að leggja á Glámu. — Nú, er þoka? segi ég, þegar ég hef teygt mig nægilega mikið til þess að sjá út um gluggann. — Já, svarta þoka, segir Ólafur. — Mér sýnist hún nú vera hvít, segi ég. Og um leið erum við báðir konmir i sama góða skapið, sem er svo einkennandi fyrir okkur á þess- ari ferð. Svo klæðumst við. Þokan reynist vera sæjioka, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.