Skinfaxi - 01.07.1958, Qupperneq 4
68
SKINFAXI
ust með öllu, jafnt þorpin við víkurbotna og
á fjarðareyrum sem býli nesja og stranda.
Svo hrópar Bretinn á þann rétt, sem hefðin
hafi veitt honum, hefðin sú að rœna björg
frá munnum barnanna, að leggja i rústir alda-
gömul býli, að hrekja œskumenn heilla sveita
af þeim slóðum, sem formœður og forfeður
hafa vígt sveita og blóði. Og hið brezka veldi,
sem misst hefur svo vel Indland sem írland,
sem stendur svo ráðþrota á Kýpur, að það
skirrist ekki við að beita pyndingum, nýtur
þess nú að snúa hingað til ógnunar þeim úr-
eltu stríðsskipum, sem það hefur hvorki hug
né dug til að sýna Rússanum í Gandvík
norður!
En svo eru það ekki bara við, er höfum
séð œttmenn okkar svipta björg og framtíð
á býlum feðranna og átthaga okkar eydda,
sem stöndum saman um þá kröfu, að ekki sé
vikið hársbreidd frá settu marki í landhelgis-
málinu, heldur þjóðin öll, bœndur dala og hús-
freyjur breiðra byggða jafnt og sjómaðurinn
á trillunni og verkakonan í hraðfrystihúsinu,
— fulltrúinn í stjórnarráðinu og kaupkonan í
klœðaverzluninni engu síður en útgerðarmað-
urinn í þorpinu og kona skipstjórans á vél-
bátnum. Það undur hefur gerzt, að ýmist
ráðvillt eða flokkaþrúguð þjóð finnur til sem
eitt hjarta, sem ein sál — miðar ekki við
stundarsjónarmið, ekki við fé, ekki við lífs-
þœgindi, ekki við erlend viðhorf, ekki við
neins konar hégóma, heldur við manndóm
sinn og heiður, hinn raunverulega rétt sinn
til að lifa sem frjáls og sjálfstœður einstakling-
ur í sínu fagra en harðbýla landi — fyrir aug-
liti allrar veraldar og ásýnd guðs síns!
Um sigurinn þarf ekki að efast, þegar svona
er komið, þar sem þá líka reynsla og skyn-
semi rísa öndverðar gegn elliglöpum Bretans.
Brátt kemur veturinn, blœs vákyljum og
hreykir hrunsjóum um ryðkugga Jóns bola,
hreytir að þeim éljum og kreistir þá frost-
kj‘úkum, svo að einungis verður um tvo kosti
að velja, að klakaður kláfurinn sökkvi í sjó
eða leiti landvars, þar sem lítil skip vaskra
varðmanna fái á þeim fœri.
En sigrinum meiri, svo mjög sem við þurf-
um hans og svo mikið öryggi sem honum fylg-
ir, er fyrir alla, sem ungir eru, sú mikla stað-
reynd, að íslenzka þjóðin hefur sameinazt til
ósigrandi einingar á örlagastund. Sú staðreynd
bendir ykkur, eggjar ykkur, sœrir ykkur til
þess að minnast þessarar stundar, hvenœr sem
syrtir í álinn fyrir þjóðinni, sópa burt gjörn-
ingaþoku smámunaseminnar, dœgurrígsins og
klíkuhyggjunnar og sameinast jafnt í sókn
sem vörn til mikilla og ómótstœðilegra átaka.
Þá verður hin eftirminnilega landhelgisvarzla
sjómanna okkar og allrar þjóðarinnar þessar
örlögþrungnu vikur og mánuði upphaf mann-
helgisvörzlu, sem ekkert afl fœr sigrað.
IIIE R KI IJ.M.F.Í.
Nokkur félög og einstaklingar eiga enn
eftir að gera skil vegna merkja U,M.F.l.
Framkvæmdastjóri treystir því, að af-
gangsmerki og greiðsla fyrir seld merki
verði send skrifstofu sambandsins fyrir
næstu mánaðamót.
SKIIMFAXI
Sambandsstjórn og ritstjóri Skinfaxa
skora á ungmennafélaga að senda blaðinu
fréttir og myndir — og ennfremur grein-
ar um þau mál, sem þeir bera fyrir brjósti.