Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1958, Side 10

Skinfaxi - 01.07.1958, Side 10
74 SKINFAXI eldri og yngri flokki. Eldri flokkur, sem kallaður er I. fl., er fyrir aldurinn 20 til 30 ára, en yngri flokkurinn, sem við köll- um II. fl., er fyrir aldurinn upp að 20 ára. Þetta Selfossmót var í flestu líkt fyrri mótum lijá Héraðssambandinu Skarp- héðni, sem farið liafa fram í Hveragerði. Þátttaka var fremur litil, nema frá fjór- um félögum. Vegna þess hve mörg félög liöfðu rétt til keppni á mótinu, voru þær reglur settar, að aðeins mætti einn frá hverju félagi keppa í hverjum flokki í hverri grein, og á þann liátt takmarkaður fjöldi keppenda. Þeir voru 46 talsins. Árangur keppenda í yngri flokki í bú- fjárdómum var atliyglisverður og spáir góðu um frammistöðu þessara ungu manna, þegar þeir öðlast meiri keppnis- reynslu. Hann sýnir líka annað, sem sé það, að fijótt er hægt að kenna ungum drengjum að dæma um búfé af kunnáttu. Sá, sem ætlar sér að fást við búskap, á svo fljótt sem kostur er að kynna sér allar greinar húskaparins og á þann hátt menntast til þeirra starfa, sem bíða hans. Á plöntugreiningu er rétt að minnast. Málbandið hefur sitt að segja. Fótur mældur. I lienni tóku þátt 6 piltar og 5 stúlkur. Verkefnið var að þekkja 40 jurtir, sem valdar voru úr hópi íslenzkra villijurta. Þar voru valllendis-, mýra. og fjörujurtir, og reyndi þvi verkefnið mjög á alhliða þekkingu keppenda á gróðri Islands. Eng- inn greindi allt rétt, en einn skilaði frá- hærum árangri, en það var Guðmundur Jónsson á Kópsvatni i Hrunamannahreppi. Hann greindi 37 jurtir rétt. Plöntugrein- ing er skemmtileg keppnisgrein og ætti að vera á öllum starfsíþróttamótum, sem lialdin eru að sumrinu. Þá væri það líka mjög til athugunar að láta keppendur gera grein fyrir helztu lilutum jurtarinn- ar og næringarþörfum hennar. I kvennagreinunum lagt á borð og þrí- þraut voru allt of fáir keppendur, en verk- efnin snoturlega af liendi leyst. Dráttarvélaakstur er mjög vinsæl keppnisgrein meðal ungra manna. Ellefu keppendur voru að þessu sinni, og kepptu þeir í braut, sem lögð var á túni rétt sunnan við sýningarsvæðið. Var túnið bæði bratt og óslétt og því erfið öku- braut, en samt náðu sumir góðum árangri.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.