Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1958, Síða 13

Skinfaxi - 01.07.1958, Síða 13
SKINFAXI 77 Einn af kunnustu listamönnum þessar- ar þjóðar, Ríkarður Jónsson, myndliöggv- ari og myndskeri, varð sjötugur nýlega. Ríkarður er Austfirðingur, fæddur að Tungu í Fáskrúðsfirði 20. september 1888. Foreldrar hans voru lÖlöf Finnsdóttir og Jón Þórarinsson. Listfengi er rík í ætt Ríkarðs, enda er einn af bræðrum hans, Finnur, í liópi beztu listmálara, sem Islend- ingar hafa eignazt. Snemma bar á hag- leik og listfengi hjá Ríkarði. Hann tálgaði og skar tré og tálgustein, teiknaði og mál- aði með þeim frumstæðu tækjum, sem fyr- ir hendi voru, en samt var hann ekkert viðundur veraldar, heldur duglegur og verkhygginn drengur og unglingur að hverju sem hann gekk. Hann fór snemma til náms hjá Stefáni Eiríkssyni í myndskurðarlist og lauk lijá honum prófi tvítugur. Síðan var hann í sex ár við listnám í Kaupmannahöfn, fyrst hjá Einari Jónssyni myndliöggvara og í tækniskóla, en því næst í listháskóla Dana. Árið 1914 settist hann að í Reykjavík og hefur lengstum átt þar lieima síðan, en hefur farið náms- og kynningarferðir til útlanda. Ríkarður er drátthagur, svo að af ber og hefur teiknað fjölda mynda með blýanti eða krít, en mesta stund hefur hann lagt á myndhöggvaralist og myndskurð. Hann hefur mótað og höggvið mjög margar and- litsmyndir, allar af miklum liagleik og sumar af skarpri, listrænni innsýn, og tré- skurðarmyndir hans skipta mörgum liundruðum, sumar stórar og margar mjög eftirminnilegar og allar gerðar af einstakri listrænni liegurð. Ilann hefur verið mjög þjóðlegur í myndstil sínum, liefur rann- sakað og cndurnýjað forna íslenzka skurð- list. Þá liefur hann og unnið stórmikið og merkilegt starf sem kennari i teikningu, myndamótun og myndskurði. Ríkarður er liagmæltur með ágætum, getur leikið sér að vandasömu, þjóðlegu rími, hefur ort hæði löng kvæði og ein- stakar vísur, sumar mjög dýrt kveðnar og ýmsar sérlega fyndnar. Hann liefur og mikið yndi af íslenzkri ljóðlist og þá ekki sízt þeirri, sem er í nánustu samræmi við

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.