Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1958, Page 15

Skinfaxi - 01.07.1958, Page 15
SKINFAXI 79 verða við þörf þjóðarinnar á öflugu og fórnfúsu starfi í þágu æskunnar og frain- tiðarinnar. Fundurinn beinir þeim tilmælum til fræðslumálastjórnarinnar, að hún hlutist til um, að trjárækt skóla verði styrkt af ríkisfé og leitað sé stuðnings skógræktar ríkisins í því efni. Fundurinn beinir því til ungmennafé- laga um land allt, að þau geri sér fulla grein fyrir, að heill félagsskaparins og þjóðarinnar varðar miklu, að starf meðat unglinga og barna sé eflt eftir því, sem kostur er, bæði á sviði iþrótta og annarrar frjálsrar félagsstarfsemi. Minnir fundur- inn i þvi sambandi á, að börnum og ung- lingum sé gefinn kostur á tilsögn i íþrótt- um ekki síður en þeim eldri og að mót við þeirra hæfi séu haldin innan félaga og béraðssambanda. Þá bendir fundurinn á, að þörf er fjöl- breyttra tómstundastarfa fyrir upprenn- andi æskufólk og skorar á ungmennafé- lögin að beita sér fyrir farsælum úrlausn- um í því máli, hvert á sínu félagssvæði. Fundurinn samþykkir að skora á 1- þróttakennaraskóla íslands að gangast ár- lega fyrir leiðbeinendanámskeiðum í helztu íþróttum, sem ungmennafélögin iðka. Ennfremur skorar fundurinn á stjórn sambandsins að aðstoða stjórnir béraðs- sambandanna í því að halda stutt leið- beinendanámskeið heima i héruðunum. Skal bún ráða menntaða kunnáttumenn til þess að veita slíkum námskeiðum for- stöðu. Fundurinn lítur svo á, að heimsóknir félaga og héraðssambanda og keppni milli þeirra sé spor í rétta átt til þess að efla og auka fjölbreytni í íþróttastarfinu. Vænt- ir fundurinn þess, að framhald verði þar á og aukning, þannig að félög og sambönd, sem enn bafa ekki komið slíkum lieim- sóknum á, geri það. Fundurinn samþykkir að skora á fjár- veitinganefnd Alþingis að veita á fjárlög- um ársins 1959 fé til þess að byggja heima- vistarhús íþróttakennaraskóla Islands. Fundurinn hvetur öll ungmennafélög til þess að vinna ötullega að starfsíþróttum og sérstaklega meðal barna og unglinga, og leggja megináherzlu á uppeldis- og fræðslugildi þeirra. Ennfremur að fá sérstaka umsjónar- menn fyrir hvert félag, sem varið geta nokkrum tíma til þess að skipuleggja verk- efni í samráði við héraðsráðunauta og leiðbeinanda UMFl og litið eftir þvi, hvern- ig verkefnin eru af liendi leyst hjá ungling- unum. Fundurinn þakkar sérstaklega gott sam- starf við héraðsráðunauta búnaðarsam- banda og lætur í ljós ósk um gott samstarf framvegis. Fundurinn beinir þeim tilmælum lil starfsiþróttanefndar ríldsins, að hún beiti sér fyrir þvi, að ráðinn verði hjá Búnað- arfélagi Islands ráðunautur í starfsíþrótt- um svo fljótt sem auðið er, og skipuleggi hann starf ungmennafélaga í starfsíþrótt- um og leiðbeini þeim. Fundurinn beinir þeim tilmælum til bændaskólanna og framhaldsdeildarinnar á Hvanneyri, að 'ckin verði upp kennsla í starfsíþróttum og nemendum kennt að leiðbeina í þeim og stjórna mótum. Fundurinn felur sambandsstjórn að auka framkvæmdir í Þrastaskógi og leita til Alþingis og annarra aðila um styrk til bans með því, að Skógræktarfélag Islands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.