Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1958, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.07.1958, Qupperneq 20
84 SKINFAXI /m////// HÉRAÐSMÓT Suður-Þingeyinga Héraðsmót Héraðssambands Suður-Þingey- inga var haldið að Laugum í Reykjadal sunnu- daginn 20. júlí. Formaður sambandsins, Óskar Ágústsson, setti mótið og stjórnaði því. Mótið hófst með guðsþjónustu, séra Sigurður Guð- mundsson flutti prédikun og kirkjukór Reyk- dæla söng, en síðan var gengið undir fánum út á íþróttavöllinn, þar sem íþróttakeppnin fór fram. Síðar um daginn fór fram sundkeppni í tjörninni sunnan við skólann, og um kvöldið flutti séra Stefán Lárusson stutta ræðuogkarla- kór Reykdæla söng undir stjórn Páls Jónson- ar. Einnig voru kvikmyndir sýndar og að lok- um stiginn dans. Árangrar í einstökum greinum voru: 100 m. hlaup: Karl Björnson, Umf. Geisla, 11.8 sek. IfOO m. hlaup: Árni G. Jónsson, Umf. Efling, 58.9 sek. 1500 m. hlaup: Tryggvi Stefánss., Umf. Bjarma, 4:51,5 mín. 3000 m. hlaup: Tryggvi Stefánsson, Umf. Bjarma, 10=37,6 mín. 80 m. lilaup kvenna: Emilía Friðriksdóttir, Umf. Efling, 11,6 sek. 4 x 100 m. boöhlaup vann sveit Umf. Geisla, hljóp á 51,5 sek. Kúluvarp: Guðmundur Hallgrímsson, Umf. Geisla, 12,14 m. Kringlukast: Guðmundur Haligrímsson, Umf. Geisla, 35,64 m. Spjótkast: Arngrímur Geirsson, Umf. Mývetn- ingi, 45,00 m. Stangarstökk: Sigurður Friðriksson, Umf. Efl- ing, 3,10 m. Langstökk: Sigurður Friðriksson, Umf. Efling, 6,22 m. Þrístökk: Haraldur Karlsson, Umf. Efling, 12,68 m. Hástökk: Jón A. Jónsson, Umf. Efling, 1,60 m. Langtökk kvenna: Emilía Friðriksdóttir, Umf. Efling, 3,99 m. Kúluvarp kvenna: Guðrún Sigurðardóttir, Umf. Reykhverfingur, 7,87 m. Hástökk kvenna: Guðrún Sigurðardóttir, Umf. Reykhverfingur, 1,25 m. 100 m. bringusund: Valgarður Egilsson, Umf. Magna, 1:23,5 mín. 100 m. frjáls aöferö: Valgarður Egilsson, Umf. Magni, 1:20,4 mín. 4 x 50 metra boösund vann sveit Umf. Reyk- hverfings á 2:31,0 mín. Umf. Efling, Reykjadal, vann mótið og hlaut 81 stig. Umf. Reykhverfingur fékk 35 stig, Umf. Magni 24 stig, Umf. Geisli 23 stig, Umf. Bjarmi 17 stig, Umf. Mývetningur 14 stig, og Umf. Gaman og alvara 8 stig. Mótið var vel sótt og í alla staði hið ánægju- legasta, en veður var fremur kalt, og var árangur ekki eins góður þess vegna. — Iþrótta- áhugi virðist vera mikill í héraðinu, en vegna fólksfæðar lítill timi til æfinga.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.