Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1958, Síða 24

Skinfaxi - 01.07.1958, Síða 24
88 SKINFAXI sé upp, hvernig ástatt var í þann tíð, sem þau voru kveðin. Þá var Kölski ekki orð- inn að hálfgildings skrýtlu lijá öllum þorra manna, lieldur var hann í liugum flestra garpur mikill, eldríkur og til alls vís, og þó að aldrei hafi verið hér á síðari öldum klerka- og kirkjuvald á við það, sem var erlendis og er sums staðar enn, voru prestar og kirkja hér á landi mun valda- meiri í æsku Þorsteins en nú. Þá var liér og meiri stéttamunur í þá daga og færri menn efnaðir, mannúð minni og misrétti mun meira en ungt fóllc þekkir til nú á dögum. Ástaljóð eru vandmeðfarin í framsögn, verða gjarnan væmin og jafnvel lilægileg, nema þau séu mjög vel lesin, og fínger hughrifakvæði njóta sín vart lesin á mann- fundum, sé framsögn ekki af því næmari skilningi og það fólk, sem á hlýðir, ljóð- elskt og vant lestri Ijóða í einrúmi. Heim- spekileg kvæði er yfirleitt tilgangslaust að segja fram, en þau eru liins vegar tilvalin sem verkefni leshringa, og verður vikið að þvi siðar í þessum þáttum. Ljóð, sem í er kímni eða glettni, eru aftur á móti mörg heppilegt framsagnarefni, livort sem þau eru græzkulaus eða í þeim hroddur. Eftir Örn Arnarson má þar nefna Á Öng- ulseyri, Syndafall og Hænsni, Gæfumaður og I speglinum eftir Jakob Thorarensen — Bréfið hennar Stínu eftir Davíð Stefáns- son, Kosningar, Þegar ég praktiseraði, Víx- ilkvæði og Ljóð um unga konu frá Súdan eftir Tómas Guðmundsson — og ýmis af slíkum ljóðum Steins Steinars, sem spenna yfir ærið vitt svið, allt frá til dæmis Brúðkaupskvæði i gömlum stíl, Frum- varpi til laga unl akvegi með fram þjóð- vegum og að Nýrri för að Snorra Sturlu- syni, og hefur þá einungis verið minnzt á nolckur skáld þessarar aldar, en enga — ekki einu sinni> Pál Ölafsson —, frá 19. öldinni. Þá getur verið mjög gaman að safna saman sem framsagnarefni nokkr- um þeirra kvæða, sem virðast bera því vitni, að skáldið hafi sleppt taumunum á skáldafáknum, slegið i liann og látið hann fara með slcvettum og hrinum á hvað sem fyrir er. Þar má hyrja á engum síðri en Jónasi Hallgrímssyni, segja fram Dóri litli dreptu yður, vikja þaðan i Gaman og al- vöru Gröndals — og þá ekki sízt láta gæta hinna snöggu umskipta, sem þar eru all- tíð — og fylgja loks þeim Þórbergi og Laxness á flugi Hvitra hrafna til Ung- lingsins í skóginum. Loks er þá að minnast á allauðsæjar and- stæður í íslenzkri ljóðagerð, þar sem eru annars vegar ferskeyttar lausavísur, en liins vegar hin órímuðu Ijóð. Ferskeytlu- flokkar eru afbragðsgott framsagnarefni, en þar þarf margs að gæta i valinu. Sjálf- sagt er að forðast klúrar vísur og sóðaleg- ar, þótt linyttnar séu, en gott er, að fjöl- breytni gæti, enda fylgi viðeigandi at- hugasemdir. Skáld liinna órimuðu ljóða eru svo dulmál, sérstæð um líkingaval og lítt alþýðleg, að kvæði þeirra eru oft eng- an veginn auðmetin, og þegar tillit er tek- ið til þessa og við hætt rímleysunni, er auðsætt, að þau muni ekki yfirleitt vera lieppilegt framsagnarefni á mannfundum. Þó eru mörg af ljóðum Jóns úr Vör í Þorpinu þarna undantekning. Þar koma fram slcýrar myndir, látlausar, en eigi að síður ljóðrænar og verðar athygli, og mundu einmitt þessi ljóð vera mjög heppi- leg, þegar kynna skyldi hinn órimaða skáldskap, sem nú er orðinn ærið rúm- frekur á vettvangi íslenzkrar ljóðagerðar.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.