Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 4
68 SKINFAXI af þessum þjóðum. Það er vitað mál, að Bandaríkjamenn eru svo langt komnir í liagrænum efnum, að engin þjóð stendur þeim á sporði um framleiðslugetu og greiðslu verkalauna, og Danir í sínu litla og hráefnasnauða landi hafa, eftir að þeir komu kvaldir og snauðir undan fargi her- námsins þýzka, komizt svo langt i að framleiða vörur ódýrt, að meðaltal launa hjá þeim er nú 27.50 islenzkar krónur á klukkustund, en var kr. 16.50 árið 1950. Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar, að bókvitið verði látið í askana. Þeir eyða geipiupphæðum í almenningsbókasöfn, segja, að slíkar stofnanir veiti ódýrustu og hollustu tómstundaiðju, sem fáanleg sé og spari þannig geipifé — og auk þess séu þau þeir einu skólar, sem veiii sanna menntun. Skólarnir veiti aðeins hjkil að menntun. Ef sjálfsnámið taki ekki við, sé til einskis barizt. Bandariskt bókasafna- rit hefur eftir formanni merkilegra iðn- samtaka: „Það eru ekki verkfræðingarnir, sem gera þær uppgötvanir um vinnubrögð og tilhögun i iðnaði okkar, sem s])ara okk- ur mest fé. Það eru tæknilega gáfaðir verkamenn, sem sífellt eru að bæta við þekkingu sína úr bókakosti, sem þeir fá í almenningsbókasöfnum.“ Og Danir verja meira og meira fé til sinna almenningsbókasafna. Þeir sögðu hér áður fyrrum, að þeir ættu vakningu lýðháskólanna það að þakka, live langt ])eir hefðu komizt í smjörframleiðslu og svína- og hænsnarækt. Nú leggja þeir á- herzlu á almenningsbókasöfnin. Og þó að þessar þjóðir séu nefndar, eru fjölmargar aðrar, hæði í austri og vestri, sem hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að við það fræðahrafl, sem lært sé í skólum, sé í rauninni lítið eða ekkert unnið, ef ekki sé þar hætt við. Menn læra þar mál til þess að geta lesið bókmenntir á erlend- um tungum og handbækur og aðrar fræði- hækur um sín áhugamál og sitt lifibrauð. Og það, sem menn glugga i fræðigreinir í skólunum, er aðeins til að gefa þeim for- smekk fræðanna, sýna þeim, livar þeir geti fengið fræðslu um þetta eða liitt og hve lítið þeir í rauninni viti um veröldina, sem sé gera þeim skiljanlegt, hver nauð- syn beri til, að þeir afli sér þekkingar ■— og livernig þeir eigi að gera það. Bókasafnakerfi nútímans. Yfirleitt er bókasafn í hverri sveit í öll- um menningarlöndum, og er ætlazt til, að ])að kaupi allar þær bækur á tungu þjóð- arinnar, sem eru taldar skástar að hók- menntagildi, án þess þó að vera mjög tor- ræðar, og enn fremur allar minni og ódýr- ari handbækur og fræðibækur. Svo tekur við héraðsbókasafn, sem hefur bækur af öllu hugsanlegu tagi, innlendar og erlend- ar. Það lánar mönnum í bókasafnshverf- inu öllu þær bækur, sem ekki verður til ætlazt að sveitarbókasöfnin eigi, og er það gert með ýmsu móti, ýmist með milli- göngu sveitarbókavarðar eða beint. í litl- um og strjálbýlum hverfum eru gjarnan engin sveitarbókasöfn, heldur fara hílar eða bátar með bækur einu sinni eða tvisv- ar í viku á ákveðna staði, og þangað kem- ur svo fólkið og velur sér hækur hjá bóka- verðinum, sem fer slíkar ferðir. Sums staðar er kerfið þannig, að lestrarfélög eða sveitarbókasöfn kaupa árlega eftir gelu nokkrar bækur, sem út koma, og lána þær út í sveitina, en síðan renna þær

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.